Ættingjar reiðir vegna misvísandi upplýsinga um afdrif MH370 Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2015 12:50 Ættingi eins fórnarlambanna lýsti yfir reiði sinni á skrifstofu Malasyia Airlines í Peking í dag. Vísir/EPA Ættingjar fólks sem fórst með MH370 farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins í mars í fyrra eru margir reiðir yfir mismunandi upplýsingum um brak sem fannst á Reunion eyju í síðustu viku. Sérfræðingar komu saman í Toulouse í Frakklandi í gær til að skoða vænghluta af Boeing 777 þotu sem fannst á eyjunni Reunion á Indlandshafi í síðustu viku. Þar sem aðeins einnar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum hefur verið talið mjög líklegt að vænhlutinn sé af flugvélinni í flugi MH370, sem hvarf fyrir 17 mánuðum á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns innanborðs. Najib Razak forsætisráðherra Malasíu sagði í gær að sérfræðingarnir væru á einu máli um að vænghlutinn væri í MH370 flugvélinni. En skömmu síðar lýstu franskir sérfræðingar því yfir að það væri „mjög líklegt" að hluturinn væri úr flugvélinni. Flestir farþeganna um borð voru kínverskir. Hópur ættingja þeirra mótmælti fyrir utan skrifstofur Malaysian Air í Peking í dag og gagnrýndi að aukið væri á angist þeirra með misvísandi yfirlýsingum. Þá sögðust margir þeirra ekki trúa útskýringum flugfélagsins og yfirvalda og þeir tryðu því jafnvel að ættingjar þeirra væru enn á lífi. Því væri haldið leyndu fyrir þeim. Fregnir herma að meira brak en vænghlutinn og ferðataska sem fannst á sama tíma hafi fundist á svipuðum slóðum á Reunion eyju. Meðal annars gluggi og sætispúðar sem einnig hafi verið sendir til skoðunar hjá alþjóðlegum hópi sérfræðinga í Frakklandi. Þegar rannsókn sérfræðinganna hófst var sagt að staðfesting á því hvort um hlut úr MH370 þotunni væri að ræða væri að vænta fyrir helgi. En talið er að ýmis framleiðslunúmer ættu að geta staðfest það með óyggjandi hætti. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06 Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59 Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24 Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Ættingjar fólks sem fórst með MH370 farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins í mars í fyrra eru margir reiðir yfir mismunandi upplýsingum um brak sem fannst á Reunion eyju í síðustu viku. Sérfræðingar komu saman í Toulouse í Frakklandi í gær til að skoða vænghluta af Boeing 777 þotu sem fannst á eyjunni Reunion á Indlandshafi í síðustu viku. Þar sem aðeins einnar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum hefur verið talið mjög líklegt að vænhlutinn sé af flugvélinni í flugi MH370, sem hvarf fyrir 17 mánuðum á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns innanborðs. Najib Razak forsætisráðherra Malasíu sagði í gær að sérfræðingarnir væru á einu máli um að vænghlutinn væri í MH370 flugvélinni. En skömmu síðar lýstu franskir sérfræðingar því yfir að það væri „mjög líklegt" að hluturinn væri úr flugvélinni. Flestir farþeganna um borð voru kínverskir. Hópur ættingja þeirra mótmælti fyrir utan skrifstofur Malaysian Air í Peking í dag og gagnrýndi að aukið væri á angist þeirra með misvísandi yfirlýsingum. Þá sögðust margir þeirra ekki trúa útskýringum flugfélagsins og yfirvalda og þeir tryðu því jafnvel að ættingjar þeirra væru enn á lífi. Því væri haldið leyndu fyrir þeim. Fregnir herma að meira brak en vænghlutinn og ferðataska sem fannst á sama tíma hafi fundist á svipuðum slóðum á Reunion eyju. Meðal annars gluggi og sætispúðar sem einnig hafi verið sendir til skoðunar hjá alþjóðlegum hópi sérfræðinga í Frakklandi. Þegar rannsókn sérfræðinganna hófst var sagt að staðfesting á því hvort um hlut úr MH370 þotunni væri að ræða væri að vænta fyrir helgi. En talið er að ýmis framleiðslunúmer ættu að geta staðfest það með óyggjandi hætti.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06 Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59 Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24 Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06
Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59
Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24
Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07