Erlent

Staðfest að brakið kom frá MH370

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hluti af MH370 fannst í síðustu viku.
Hluti af MH370 fannst í síðustu viku. Vísir/EPA
Brakið sem fannst á strönd Reunion-eyjar í Indlandshafi í síðustu viku er úr flugvélinni MH370. Þetta segir Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu.

Flugvélabrakinu skolaði á land á miðvikudaginn í síðustu viku og menn tóku strax að velta því fyrir sér hvort þarna væri um að ræða brak úr malasísku vélinni sem hvarf fyrir 515 dögum síðan. 239 manns voru um borð.

Sérstök rannsóknarnefnd tók að rannsaka brakið sem fannst en samkvæmt vef CNN tók skoðunin margar klukkustundir.

Þetta er í fyrsta sinn sem hluti af vélinni finnst en þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust á flugi sínu frá Kuala Lumpur í Malasíu til Bejing í Kína 8. mars 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×