Fiskidagurinn mikli fær hlýjar kveðjur frá nígerískum góðvinum hátíðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 5. ágúst 2015 16:14 Frá Fiskideginum mikla í fyrra. Vísir/Auðunn Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira