Sá hluti braksins sem fannst fyrr í vikunni hefur verið sendur til Frakklands til rannsóknar.
Brakið fannst í dag að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Er talið að um hluta af hurð flugvélar sé að ræða.
Umfangsmikil leit hefur staðið yfir á svæðinu í og við Reunion eyju síðustu daga, eða síðan fyrri hlutanum skolaði á land.

Sá hluti braksins sem fannst fyrr í vikunni, og er talinn vera partur af flugvélavæng, var sendur til höfuðstöðva Rannsóknarnefndar flugslysa í Toulouse í Frakklandi í gær.
Sérfræðingar munu hefja rannsóknir á brakinu ámiðvikudag, en engar vísbendingar séu um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni. Staðfest hefur verið að brakið sé úr Boeing 777 vél og talið er nánast fullvíst að brakið sé úr farþegaþotu Malaysian Airlines.