Erlent

Telja að hurð MH370 hafi skolað á land

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Öðrum hluta flugvélabraks, sem talin er vera úr malasísku farþegaflugvélinni sem fórst í mars í fyrra, hefur skolað á land við Reunion eyju í Indlandshafi.

Sá hluti braksins sem fannst fyrr í vikunni hefur verið sendur til Frakklands til rannsóknar.

Brakið fannst í dag að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Er talið að um hluta af hurð flugvélar sé að ræða.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir á svæðinu í og við Reunion eyju síðustu daga, eða síðan fyrri hlutanum skolaði á land.

Kort af eyjunni Reunion þar sem hlutar MH370 hafa fundist.
 Fjöldi sjálfboðaliða taka þátt í leitinni en á meðal þess sem hefur fundist á svæðinu er hluti af ferðatösku og kínverskar vatnsflöskur, sem  verður rannsakað hvort hafi verið um borð í vélinni. 

Sá hluti braksins sem fannst fyrr í vikunni, og er talinn vera partur af flugvélavæng, var sendur til höfuðstöðva Rannsóknarnefndar flugslysa í Toulouse í Frakklandi í gær. 

Sérfræðingar munu hefja rannsóknir á brakinu ámiðvikudag, en engar vísbendingar séu um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni. Staðfest hefur verið að brakið sé úr Boeing 777 vél og talið er nán­ast full­víst að brakið sé úr farþegaþotu Malaysian Airlines.


Tengdar fréttir

Brakið líklega úr MH370

Talið er nær öruggt að brakið sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í gær sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem hvarf í mars í fyrra.

Vélinni vísvitandi flogið af leið?

Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×