Vélinni vísvitandi flogið af leið? Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2015 19:59 Engin ummerki um eld eða sprengingu má sjá á brakinu. Vísir/AP Hluti flugvélabraks, sem talið er vera úr malasísku flugvélinni MH370 sem hvarf í mars í fyrra, kom til Frakklands í morgun þar sem sérfræðingar munu rannsaka það. Engar vísbendingar eru um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni. Hluti úr brakinu fannst á Reunion eyju í Indlandshafi fyrr í vikunni. Er hann talinn vera hluti af flugvélavæng sem skolaði á land um fjögur þúsund kílómetrum frá þeim stað þar sem farþegaþota Malaysian Airlines er talin hafa farist með 239 manns innanborðs. Staðfest hefur verið að brakið sé úr Boeing 777 vél og talið er nánast fullvíst að brakið sé úr þotu flugfélagsins. Umfangsmikil leit stendur nú yfir á svæðinu í og við Reunion eyju, en fjöldi sjálfboðaliða taka þátt í leitinni. Meðal þess sem hefur fundist á svæðinu er ferðataska og kínverskar vatnsflöskur sem einnig verður rannsakað hvort hafi verið um borð í vélinni. Brakið kom til Frakkalands í dag og verið er að flytja það til höfuðstöðva Rannsóknarnefndar flugslysa í Toulouse. Munu sérfræðingar hefja rannsókn á brakinu á miðvikudag. Engar vísbendingar séu um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni, heldur þykir líkleg að hún hafi lent í sjónum með nefið á undan. Þykir það renna stoðum undir kenningar um að vélinni hafi vísvitandi verið flogið af leið, þó of snemmt sé að segja til um það. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Brakið líklega úr MH370 Talið er nær öruggt að brakið sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í gær sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem hvarf í mars í fyrra. 31. júlí 2015 08:01 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Brak af flugi MH370 mögulega fundið Brak af samsvarandi flugvél finnst á Reunion-eyju. 29. júlí 2015 17:15 Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Aðeins einnrar Boeing 777 flugvélar er saknað í heiminum og líklegt er að brakið sé úr slíkri flugvél. 30. júlí 2015 21:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Hluti flugvélabraks, sem talið er vera úr malasísku flugvélinni MH370 sem hvarf í mars í fyrra, kom til Frakklands í morgun þar sem sérfræðingar munu rannsaka það. Engar vísbendingar eru um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni. Hluti úr brakinu fannst á Reunion eyju í Indlandshafi fyrr í vikunni. Er hann talinn vera hluti af flugvélavæng sem skolaði á land um fjögur þúsund kílómetrum frá þeim stað þar sem farþegaþota Malaysian Airlines er talin hafa farist með 239 manns innanborðs. Staðfest hefur verið að brakið sé úr Boeing 777 vél og talið er nánast fullvíst að brakið sé úr þotu flugfélagsins. Umfangsmikil leit stendur nú yfir á svæðinu í og við Reunion eyju, en fjöldi sjálfboðaliða taka þátt í leitinni. Meðal þess sem hefur fundist á svæðinu er ferðataska og kínverskar vatnsflöskur sem einnig verður rannsakað hvort hafi verið um borð í vélinni. Brakið kom til Frakkalands í dag og verið er að flytja það til höfuðstöðva Rannsóknarnefndar flugslysa í Toulouse. Munu sérfræðingar hefja rannsókn á brakinu á miðvikudag. Engar vísbendingar séu um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni, heldur þykir líkleg að hún hafi lent í sjónum með nefið á undan. Þykir það renna stoðum undir kenningar um að vélinni hafi vísvitandi verið flogið af leið, þó of snemmt sé að segja til um það.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Brakið líklega úr MH370 Talið er nær öruggt að brakið sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í gær sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem hvarf í mars í fyrra. 31. júlí 2015 08:01 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Brak af flugi MH370 mögulega fundið Brak af samsvarandi flugvél finnst á Reunion-eyju. 29. júlí 2015 17:15 Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Aðeins einnrar Boeing 777 flugvélar er saknað í heiminum og líklegt er að brakið sé úr slíkri flugvél. 30. júlí 2015 21:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45
Brakið líklega úr MH370 Talið er nær öruggt að brakið sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í gær sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem hvarf í mars í fyrra. 31. júlí 2015 08:01
Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00
Brak af flugi MH370 mögulega fundið Brak af samsvarandi flugvél finnst á Reunion-eyju. 29. júlí 2015 17:15
Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Aðeins einnrar Boeing 777 flugvélar er saknað í heiminum og líklegt er að brakið sé úr slíkri flugvél. 30. júlí 2015 21:00