Krotað á eyðibýlið Dagverðará: „Ömurlegt að fólk sýni ekki gömlum minjum virðingu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. ágúst 2015 18:43 Óhætt er að segja að veggjakrotið sé ákveðið stílbrot. mynd/Stefán Ingvar Guðmundsson Óánægju gætir meðal íbúa á Snæfellsnesi, og víðar, eftir að ferðalangar spreyjuðu skreyttu gamla eyðibýlið að Dagverðará. Margir bera mikinn hlýhug til jarðarinnar og hússins meðal annars vegna þáttar refaskyttunnar Þórðar á Dagverðareyri. „Þetta utan á húsinu er glænýtt og ömurlega ljótt,“ segir Stefán Ingvar Guðmundsson einn þeirra sem ann staðnum. „Það hefur verið minniháttar veggjakrot inni í húsinu í langan tíma en þetta er miklu meira en hefur verið.“ Húsið hefur verið í eyði frá sjöunda áratug þessarar aldar og hefur talsvert látið á sjá eftir barning af hendi náttúrunnar. Til að mynda fauk þakið af því fyrir fáeinum árum og í raun stendur ekki margt annað eftir en steinninn. Jörðin hefur verið til sölu frá árinu 2011 en helmingur hennar er í einkaeigu en hinn helmingurinn í eigu ríkisins. Að norðan og vestan markast jörðin af Snæfellsjökulsþjóðgarði. Margir tengja jörðina og húsið við Þórð Halldórsson refaskyttu sem ávallt kenndi sig við bæinn. Meðal annars er til Hollvinafélag Þórðar á Dagverðará og í fyrra var frumsýnd heimildarmynd um æviskeið hans. „Þetta krot utan á er alveg nýtt. Vinkona mín var þarna í síðustu viku og þá var þetta ekki að sjá þannig þetta hefur komið um helgina. Það virðast vera einhver Chris og Lena sem hafa gert þetta því þau hafa merkt sér krotið. Þetta er alveg ömurlegt að fólk geti ekki sýnt náttúrunni og gömlum minjum virðingu,“ segir Stefán Ingvar. Ólína Gunnlaugsdóttir sér um Samkomuhúsið á Arnarstapa en langaamma og langaafi hennar bjuggu á jörðinni auk afa hennar og ömmu. „Margir ferðalangar lögðu leið sína á Dagverðará og þangað var gott að koma. Ég hugsa það sé þess vegna sem húsið og jörðin skipar þennan sess í hugum margra,“ segir hún og bætir við „að húsið hafi verið eins konar táknmynd fyrir gamla tímann sem aldrei kemur aftur. Það eru ekki það mörg hús frá þessum tíma sem enn standa upprétt.“ Ólína starfar í ferðaþjónustu en hún merkir ekki aukna vanvirðingu ferðamanna gegn náttúru og minjum landsins í takt við aukinn ferðamannastraum. „Þetta þekktist þegar ferðamenn voru færri og þetta þekkist enn. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Viðmælendur Vísis segja að komið hafi upp hugmyndir um að taka til hendinni á Dagverðareyri en það hafi aldrei komist lengra en á það stig. Jörðin sé þekkt fyrir að ýmsar kynjaverur lifi þar en óvíst er hvað bíði íbúa hennar. „Það er steinn í túni þarna þar sem huldufólk lifir með þrjú börn og skammt frá sjónum býr dvergur. Það eru líka til margar sögur af draugagangi á jörðinni,“ segir Ólína en hún telur ekki að Chris og Lena verði hundelt af vættum. „Ég efa það. Þetta eru bestu skinn en maður veit þó aldrei.“Ítrekað hefur verið krotað inn í húsinu en þetta er í fyrsta skipti sem svo stórt krot er utan á því.mynd/stefán ingvar guðmundsson Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Óánægju gætir meðal íbúa á Snæfellsnesi, og víðar, eftir að ferðalangar spreyjuðu skreyttu gamla eyðibýlið að Dagverðará. Margir bera mikinn hlýhug til jarðarinnar og hússins meðal annars vegna þáttar refaskyttunnar Þórðar á Dagverðareyri. „Þetta utan á húsinu er glænýtt og ömurlega ljótt,“ segir Stefán Ingvar Guðmundsson einn þeirra sem ann staðnum. „Það hefur verið minniháttar veggjakrot inni í húsinu í langan tíma en þetta er miklu meira en hefur verið.“ Húsið hefur verið í eyði frá sjöunda áratug þessarar aldar og hefur talsvert látið á sjá eftir barning af hendi náttúrunnar. Til að mynda fauk þakið af því fyrir fáeinum árum og í raun stendur ekki margt annað eftir en steinninn. Jörðin hefur verið til sölu frá árinu 2011 en helmingur hennar er í einkaeigu en hinn helmingurinn í eigu ríkisins. Að norðan og vestan markast jörðin af Snæfellsjökulsþjóðgarði. Margir tengja jörðina og húsið við Þórð Halldórsson refaskyttu sem ávallt kenndi sig við bæinn. Meðal annars er til Hollvinafélag Þórðar á Dagverðará og í fyrra var frumsýnd heimildarmynd um æviskeið hans. „Þetta krot utan á er alveg nýtt. Vinkona mín var þarna í síðustu viku og þá var þetta ekki að sjá þannig þetta hefur komið um helgina. Það virðast vera einhver Chris og Lena sem hafa gert þetta því þau hafa merkt sér krotið. Þetta er alveg ömurlegt að fólk geti ekki sýnt náttúrunni og gömlum minjum virðingu,“ segir Stefán Ingvar. Ólína Gunnlaugsdóttir sér um Samkomuhúsið á Arnarstapa en langaamma og langaafi hennar bjuggu á jörðinni auk afa hennar og ömmu. „Margir ferðalangar lögðu leið sína á Dagverðará og þangað var gott að koma. Ég hugsa það sé þess vegna sem húsið og jörðin skipar þennan sess í hugum margra,“ segir hún og bætir við „að húsið hafi verið eins konar táknmynd fyrir gamla tímann sem aldrei kemur aftur. Það eru ekki það mörg hús frá þessum tíma sem enn standa upprétt.“ Ólína starfar í ferðaþjónustu en hún merkir ekki aukna vanvirðingu ferðamanna gegn náttúru og minjum landsins í takt við aukinn ferðamannastraum. „Þetta þekktist þegar ferðamenn voru færri og þetta þekkist enn. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Viðmælendur Vísis segja að komið hafi upp hugmyndir um að taka til hendinni á Dagverðareyri en það hafi aldrei komist lengra en á það stig. Jörðin sé þekkt fyrir að ýmsar kynjaverur lifi þar en óvíst er hvað bíði íbúa hennar. „Það er steinn í túni þarna þar sem huldufólk lifir með þrjú börn og skammt frá sjónum býr dvergur. Það eru líka til margar sögur af draugagangi á jörðinni,“ segir Ólína en hún telur ekki að Chris og Lena verði hundelt af vættum. „Ég efa það. Þetta eru bestu skinn en maður veit þó aldrei.“Ítrekað hefur verið krotað inn í húsinu en þetta er í fyrsta skipti sem svo stórt krot er utan á því.mynd/stefán ingvar guðmundsson
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30