Sport

Milljónamæringur vinnur sem bóndi í sumarfríinu

Jordy Nelson telur niður dagana þar til hann getur orðið bóndi að aðalstarfi.
Jordy Nelson telur niður dagana þar til hann getur orðið bóndi að aðalstarfi. vísir/getty
Jordy Nelson er einn besti útherjinn í NFL-deildinni og hann eyðir sumarfríinu ekki á sama hátt og aðrir leikmenn deildarinnar.

Á meðan þeir njóta ljúfa lífsins með kokkteil á sólarströnd þá fer Nelson í sveitina til mömmu og pabba og tekur til hendinni.

Foreldrar hans búa á sveitabæ rétt utan við Riley í Kansas en þar búa undir 1.000 manns. Þar vinnur Nelson í allt að tólf tíma á dag.

„Að vinna í kringum klaufdýrin er mitt uppáhaldsstarf í sveitinni," sagði Nelson en hann segist finna sig betur sem bóndi en fótboltamaður.

Boltinn gefur þó meira af sér. Hann skrifaði nefnilega undir samning upp á rúma fimm milljarða á síðasta ári við Green Bay Packers.

Nelson komst í stjörnuliðið á síðustu leiktíð og er búist við miklu af honum í ár og margir spá því að lið hans fari alla leið að þessu sinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×