Sport

Flestir handteknir í röðum Minnesota Vikings

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Minnesota Vikings.
Leikmenn Minnesota Vikings. Vísir/Getty
Blaðamaður í Bandaríkjunum hefur tekið saman athyglisverða tölfræði þar sem hann tók saman hversu margir leikmenn í öllum liðum NFL-deildarinnar hafa verið handteknir undanfarin fimm ár.

Leikmenn deildarinnar eru duglegir að komast í fjölmiðlanna eftir að hafa verið handteknir við skrautlegar aðstæður.

Var það lið Minnesota Vikings sem skaraði fram úr í þessum málefnum en átján leikmenn Minnesota Vikings hafa verið handteknir á síðustu fimm árum, tveimur leikmönnum fleiri en næsta lið sem var Denver Broncos með sextán leikmenn.

Ekkert liðanna hefur sloppið við að vera með leikmenn sem hafa verið handteknir en í röðum Houston Texans hefur aðeins einn leikmaður verið handtekinn síðustu fimm ár.

Þá tók hann fram að varnarleikmaðurinn Aldon Smith sem var nýlega leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers hafi verið handtekinn oftar en allir leikmenn sex annarra liða undanfarin fimm ár.

Ekki að furða að hann hafi verið leystur undan samningi en annar fyrrum liðsfélagi hans hjá 49ers, Ray McDonald, hefur einnig verið handtekinn fimm sinnum undanfarin ár. Tölfræðina má sjá hér fyrir neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×