Sport

Cam Newton slóst við liðsfélaga

Cam á æfingu með félögum sínum.
Cam á æfingu með félögum sínum. vísir/getty
Það brutust út mikil slagsmál á æfingu hjá NFL-liði Carolina Panthers í gær.

Þá slóst leikstjórnandi og stórstjarna liðsins, Cam Newton, við bakvörðinn Josh Norman. Þeir slógust með miklum látum og tók tíma að ná þeim frá hvor öðrum.

Norman náði að grípa sendingu Newton á æfingu og hljóp svo af stað til að skila boltanum í markið. Newton elti hann og þá sló Norman til hans.

Þjálfarinn blés þá í flautu sínu til marks um að kerfinu væri lokið. Þá gaf Norman í og Newton gerði það einnig. Newton náði að lokum að tækla hann með miklum látum og í kjölfarið slógust þeir.

Félagar þeirra skömmuðu báða leikmenn fyrir þessa heimskulegu hegðun. Sérstaklega fékk Newton skammir í hattinn enda má liðið ekki við því að hann meiðist.

Hann er líka nýbúin að skrifa undir fimm ára samning sem færir honum 103 milljónir dollara. Þess vegna var hann í rauðu vesti á æfingunni sem þýðir að það má ekki snerta hann. Newton stóð aftur á móti fyrir slagsmálunum.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá eftirmála átakanna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×