Sport

Vilja ekki sjá Vick í Pittsburgh

Michael Vick.
Michael Vick. vísir/getty
Þúsundir stuðningsmanna Pittsburgh Steelers eru óánægðir með að félagið hafi samið við hinn dæmda hundaníðing, Michael Vick.

Nokkrar konur voru mættar fyrir utan leikvang félagsins með skilti sem á stóð: „Fyrst Ben og nú Vick". Þær voru að vísa í að aðalleikstjórnandi félagsins, Ben Roethlisberger, hefði verið sakaður um nauðgun á sínum tíma en aldrei sakfelldur.

Vick var aftur á móti sakfelldur fyrir hundaníð og sat í fangelsi í um tvö ár og varð einnig gjaldþrota. Hann hefur síðan spilað í deildinni í sex ár. Vick hefur gert allt til þess að laga ímynd sína síðan þá. Haldið fyrirlestra um verndun dýra og reynt að vinna með dýraverndunarsinnum.

Yfir 15 þúsund manns voru síðan búin að skrifa undir áskorun á Steelers í morgun um að endurskoða þá ákvörðun að semja við Vick.

Svo er að sjálfsögðu líka búið að henda upp Facebook-síðu gegn Vick. Yfir 13 þúsund hafa hent „like" á hana og þeim á eflaust eftir að fjölga.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×