Kvef eða lungnabólga? skjóðan skrifar 26. ágúst 2015 15:00 vísir/afp Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira