Kínakrisa á Íslandi Stjórnarmaðurinn skrifar 26. ágúst 2015 12:00 Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira