Hverslags þvæla er það að línuvörðurinn taki völdin? | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2015 13:20 Umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 17. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, fékk þá sendingu inn fyrir vörn Blika, ýtti boltanum framhjá Elfari Frey Helgasyni, miðverði Blika, sem togaði Guðjón í kjölfarið niður. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, virtist ætla að dæma brot og gefa Elfari gult spjald en eftir ábendingu frá aðstoðardómara eitt, Jóhanni Gunnari Guðmundssyni, dæmdi hann brot á Guðjón, Stjörnumönnum til mikillar undrunar. Sérfræðingar Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum, þeir Hjörtur Hjartarson og Kristján Guðmundsson, voru álíka hissa á þessari dómgæslu. „Þetta er bara brot og þótt Arnar (Grétarsson, þjálfari Breiðabliks) segi réttilega að boltinn sé á leið frá markinu er Elfar að ræna Guðjón upplögðu marktækifæri,“ sagði Hjörtur en Jóhann Gunnar flaggaði til marks um hættuspark hjá Guðjóni. „Þetta er glórulaus dómur, algjörlega út úr korti,“ sagði Kristján um þessa ákvörðun Jóhanns og Hjörtur tók í sama streng. „Þverslags þvæla er það að línuvörðurinn skuli taka völdin og segja bara nei við dómarann?“ sagði Hjörtur undrandi. Hann sagði Vilhjálm Alvar hafa brugðist rangt við. „Af hverju tala þeir ekki saman? Af hverju hefur Vilhjálmur Alvar ekki kjark til að standa með sinni ákvörðun. „Á hvað er línuvörðurinn í ósköpunum að dæma á? Ég held að Vilhjálmur Alvar hafi verið hálf feginn að geta „dömpað“ þessari ákvörðun á línuvörðinn í staðinn fyrir að standa með sjálfum sér í þessu: Ég er dómarinn hérna og ég sá þetta rétt frá byrjun,“ sagði Hjörtur ákveðinn.Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 17. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, fékk þá sendingu inn fyrir vörn Blika, ýtti boltanum framhjá Elfari Frey Helgasyni, miðverði Blika, sem togaði Guðjón í kjölfarið niður. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, virtist ætla að dæma brot og gefa Elfari gult spjald en eftir ábendingu frá aðstoðardómara eitt, Jóhanni Gunnari Guðmundssyni, dæmdi hann brot á Guðjón, Stjörnumönnum til mikillar undrunar. Sérfræðingar Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum, þeir Hjörtur Hjartarson og Kristján Guðmundsson, voru álíka hissa á þessari dómgæslu. „Þetta er bara brot og þótt Arnar (Grétarsson, þjálfari Breiðabliks) segi réttilega að boltinn sé á leið frá markinu er Elfar að ræna Guðjón upplögðu marktækifæri,“ sagði Hjörtur en Jóhann Gunnar flaggaði til marks um hættuspark hjá Guðjóni. „Þetta er glórulaus dómur, algjörlega út úr korti,“ sagði Kristján um þessa ákvörðun Jóhanns og Hjörtur tók í sama streng. „Þverslags þvæla er það að línuvörðurinn skuli taka völdin og segja bara nei við dómarann?“ sagði Hjörtur undrandi. Hann sagði Vilhjálm Alvar hafa brugðist rangt við. „Af hverju tala þeir ekki saman? Af hverju hefur Vilhjálmur Alvar ekki kjark til að standa með sinni ákvörðun. „Á hvað er línuvörðurinn í ósköpunum að dæma á? Ég held að Vilhjálmur Alvar hafi verið hálf feginn að geta „dömpað“ þessari ákvörðun á línuvörðinn í staðinn fyrir að standa með sjálfum sér í þessu: Ég er dómarinn hérna og ég sá þetta rétt frá byrjun,“ sagði Hjörtur ákveðinn.Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira