„Ólympíulágmarkið gæti komið í næsta hlaupi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2015 10:06 Aníta á harðaspretti í Kína í nótt. Vísir/AFP Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, var að vonum ánægður með frammistöðu hennar í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á HM í Kína í nótt. Aníta hafnaði í 20. sæti af 45 keppendum og í fimmta sæti af sjö í afar sterkum riðli. Aníta kom í mark á tímanum 2:01.01 mínútum sem er einu sekúndubroti frá Ólympíulágmarkinu sem er 2:01:00. Ólympíuleikarnir fara sem kunnugt er fram í Ríó í Brasilíu næsta sumar.„Mjög góður árangur hjá Anítu í morgun hér í Beijing og vantaði herslumuninn á að hann væri frábær,“ segir Gunnar Páll á Facebook. „Sigraði margar sem eiga betri tíma en hún og var mjög nálægt því að komast í undanúrslit.“Hlaupið var það besta hjá Anítu á árinu en hún átti áður best 2:01.15 mínútur á móti í Belgíu snemma í ágúst. Gunnar Páll Jóakimsson fagnar hér Anítu Hinriksdóttur á innanhússmóti hér heima.Vísir/ValliEins nálægt lágmarki og mögulegt var „Þar fyrir utan var hún eins nálægt Ólympíulágmarki og hægt er, lágmarkið 2:01:00 og hún hljóp á 2:01:01 mín. Ekki það að hún á efir að hakka þetta lágmark en það hefði verið ljúft að vera bara komin með það - gæti komið í næsta hlaupi,“ segir Gunnar Páll. Hlaupa þurfti á 2:00.70 mínútum til að komast í undanúrslit. Aníta var aftarlega þangað til síðustu tvö hundruð metrana þegar hún átti góðan endasprett. Hún átti næstbesta tíma þeirra sem komust ekki í undanúrslit. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. 26. ágúst 2015 03:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, var að vonum ánægður með frammistöðu hennar í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á HM í Kína í nótt. Aníta hafnaði í 20. sæti af 45 keppendum og í fimmta sæti af sjö í afar sterkum riðli. Aníta kom í mark á tímanum 2:01.01 mínútum sem er einu sekúndubroti frá Ólympíulágmarkinu sem er 2:01:00. Ólympíuleikarnir fara sem kunnugt er fram í Ríó í Brasilíu næsta sumar.„Mjög góður árangur hjá Anítu í morgun hér í Beijing og vantaði herslumuninn á að hann væri frábær,“ segir Gunnar Páll á Facebook. „Sigraði margar sem eiga betri tíma en hún og var mjög nálægt því að komast í undanúrslit.“Hlaupið var það besta hjá Anítu á árinu en hún átti áður best 2:01.15 mínútur á móti í Belgíu snemma í ágúst. Gunnar Páll Jóakimsson fagnar hér Anítu Hinriksdóttur á innanhússmóti hér heima.Vísir/ValliEins nálægt lágmarki og mögulegt var „Þar fyrir utan var hún eins nálægt Ólympíulágmarki og hægt er, lágmarkið 2:01:00 og hún hljóp á 2:01:01 mín. Ekki það að hún á efir að hakka þetta lágmark en það hefði verið ljúft að vera bara komin með það - gæti komið í næsta hlaupi,“ segir Gunnar Páll. Hlaupa þurfti á 2:00.70 mínútum til að komast í undanúrslit. Aníta var aftarlega þangað til síðustu tvö hundruð metrana þegar hún átti góðan endasprett. Hún átti næstbesta tíma þeirra sem komust ekki í undanúrslit. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. 26. ágúst 2015 03:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. 26. ágúst 2015 03:15