Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2015 19:15 ESB Vísir/Vilhelm Gunnarsson Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins þegar IPA-styrk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var einhliða rift í febrúar 2014 í kjölfar þess að aðildarviðræður Íslands að ESB voru settar á ís. Mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin standi við þann samning sem gerður var við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. „Riftun Framkvæmdastjórnar á samningnum á þeim grundvelli að íslensk yfirvöld settu aðildarviðræður á ís teljast vera verulega slæmir stjórnsýsluhættir,“ segir í áliti Umboðsmanns ESB. „Framkvæmdastjórnin hefur sýnt af sér slæmt framferði í þessu máli. Gjörðir framkvæmdastjórnarnar eru með öllu óásættanlegar og geta orðið til þess að orðspor hennar og Evrópusambandsins í heild sinni á á hættu að verða fyrir skaða.“ Í áliti embættisins segir jafnframt að ekkert í samningnum sem gerður var á milli Framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins bendi til þess að gildistími samningsins hafi verið háður framvindu í aðildarviðræðum Íslands að ESB en eins og kunnugt er var veitingu IPA-styrkja frá ESB hætt í kjölfar þess að aðildarviðræðurnar voru settar á ís.Nemar á skólabekk hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.Vísir/Gunnar V. AndréssonEinhliða riftun samnings að hálfu ESB í febrúar 2014 Forsaga málsins er sú að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut IPA-styrk frá Evrópusambandinu í júní 2012 til þess að vinna að verkefni sem tengdist því að efla starfshæfni fullorðinna einstaklinga með litla formlega menntun. Var gerður samningur á milli framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um framkvæmd verkefnisins. Í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður að ESB á ís var samningi ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var því rift með tveggja mánaða fyrirvara þann 5. febrúar 2014. Fræðlumiðstöðin undi ekki þessari riftun á grundvelli þess að pólitískar ákvarðanir íslensku ríkisstjórnarinnar kæmu samningnum ekki við. Fræðslumiðstöðin leit svo á að samningurinn væri bindandi og hafði þessvegna tekið á sig umtalsverðar fjárhagslegar skyldur á grundvelli þess að fjármagn fengist vegna samnings Fræðslumiðstöðvarinnar og framkvæmdastjórnar ESB. Sendi Fræðslumiðstöðin í kjölfarið kvörtun til Umboðsmann Evrópusambandsins sem nú hefur gefið út álit sitt.Farið eftir tilmælum Umboðsmanns Evrópusambandsins í 80% tilvika Í áliti umboðsmannsins segir að ekkert í samningum gefi til kynna að gildistími hans hafi verið háður aðildarviðræðum Íslands að ESB og mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin leiðrétti gjörðir sínar, jafnvel þótt seint sé í rassinn gripið. Álit Umboðsmanns Evrópusambandsins eru ekki bindandi en samkvæmt síðustu árskýrslu embættisins hafa stofnanir ESB farið eftir tilmælum Umboðsmanns í 80% tilvika ESB-málið Tengdar fréttir Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38 Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00 Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins þegar IPA-styrk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var einhliða rift í febrúar 2014 í kjölfar þess að aðildarviðræður Íslands að ESB voru settar á ís. Mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin standi við þann samning sem gerður var við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. „Riftun Framkvæmdastjórnar á samningnum á þeim grundvelli að íslensk yfirvöld settu aðildarviðræður á ís teljast vera verulega slæmir stjórnsýsluhættir,“ segir í áliti Umboðsmanns ESB. „Framkvæmdastjórnin hefur sýnt af sér slæmt framferði í þessu máli. Gjörðir framkvæmdastjórnarnar eru með öllu óásættanlegar og geta orðið til þess að orðspor hennar og Evrópusambandsins í heild sinni á á hættu að verða fyrir skaða.“ Í áliti embættisins segir jafnframt að ekkert í samningnum sem gerður var á milli Framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins bendi til þess að gildistími samningsins hafi verið háður framvindu í aðildarviðræðum Íslands að ESB en eins og kunnugt er var veitingu IPA-styrkja frá ESB hætt í kjölfar þess að aðildarviðræðurnar voru settar á ís.Nemar á skólabekk hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.Vísir/Gunnar V. AndréssonEinhliða riftun samnings að hálfu ESB í febrúar 2014 Forsaga málsins er sú að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut IPA-styrk frá Evrópusambandinu í júní 2012 til þess að vinna að verkefni sem tengdist því að efla starfshæfni fullorðinna einstaklinga með litla formlega menntun. Var gerður samningur á milli framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um framkvæmd verkefnisins. Í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður að ESB á ís var samningi ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var því rift með tveggja mánaða fyrirvara þann 5. febrúar 2014. Fræðlumiðstöðin undi ekki þessari riftun á grundvelli þess að pólitískar ákvarðanir íslensku ríkisstjórnarinnar kæmu samningnum ekki við. Fræðslumiðstöðin leit svo á að samningurinn væri bindandi og hafði þessvegna tekið á sig umtalsverðar fjárhagslegar skyldur á grundvelli þess að fjármagn fengist vegna samnings Fræðslumiðstöðvarinnar og framkvæmdastjórnar ESB. Sendi Fræðslumiðstöðin í kjölfarið kvörtun til Umboðsmann Evrópusambandsins sem nú hefur gefið út álit sitt.Farið eftir tilmælum Umboðsmanns Evrópusambandsins í 80% tilvika Í áliti umboðsmannsins segir að ekkert í samningum gefi til kynna að gildistími hans hafi verið háður aðildarviðræðum Íslands að ESB og mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin leiðrétti gjörðir sínar, jafnvel þótt seint sé í rassinn gripið. Álit Umboðsmanns Evrópusambandsins eru ekki bindandi en samkvæmt síðustu árskýrslu embættisins hafa stofnanir ESB farið eftir tilmælum Umboðsmanns í 80% tilvika
ESB-málið Tengdar fréttir Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38 Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00 Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38
Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00
Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15