Apple hélt velli á meðan markaðir hrundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2015 19:38 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Apple unnu upp mikið fall við opnum markaða í dag á meðan mikið verðfall var á hlutabréfamörkuðum víðsvegar um heiminn í kjölfar hruns á mörkuðum í Kína. Hlutabréf Apple lækkuðu mikið við opnun markaða en tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, snéri dæminu við þótt að endingu hefðu bréfin lækkað um 2,5% í lok dags. Í kjölfar þess sem fjölmiðlar ytra kalla „The Great Fall of China“ varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum víða um heim, m.a. hér á Íslandi. Fyrst um sinn voru hlutabréf í Apple engin undantekning frá öðrum hlutabréfum. Örfáum mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum höfðu hlutabréf í Apple lækkað um 13%, í takt við önnur hlutabréf en helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum á borð við Nasdaq og Dow Jones lækkuðu töluvert við opnun markaða.Sjá einnig: Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína.Það var hinsvegar tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, til viðskiptablaðamannsins Jim Cramer hjá CNBC sem leiddi til þess að fjárfestar öðluðust trú á Apple umfram önnur bréf. Í tölvupóstinum sagði Cook að sala á iPhone-símum fyrirtækisins hefði aukist í Kína undanfarnar vikur, þrátt fyrir áhyggjur yfir því að efnahagur Kína væri að hægja á sér og þann óstöðugleika sem því hefur fylgt. Í kjölfar póstsins ruku hlutabréf Apple upp í verði og þegar mest lét hafði félagið hækkað um 3%. Félagið hífði einnig upp fall helstu hlutabréfavísitalna á mörkuðum í Bandaríkjunum sem lækkuðu einnig mikið við opnun markaða. Verð hlutabréfa í Apple féll þó örlítið til baka þegar leið á daginn og var verð bréfanna við lokun markaðanna um 2,5% lægra en það var fyrir opnun markaða í dag.Uppfært kl. 21.30 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að hlutabréf Apple hefðu hækkað í verði á meðan önnur lækkuðu. Það var ekki rétt, þau lækkuðu einnig áður en dagurinn var úti. Tækni Tengdar fréttir Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Apple unnu upp mikið fall við opnum markaða í dag á meðan mikið verðfall var á hlutabréfamörkuðum víðsvegar um heiminn í kjölfar hruns á mörkuðum í Kína. Hlutabréf Apple lækkuðu mikið við opnun markaða en tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, snéri dæminu við þótt að endingu hefðu bréfin lækkað um 2,5% í lok dags. Í kjölfar þess sem fjölmiðlar ytra kalla „The Great Fall of China“ varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum víða um heim, m.a. hér á Íslandi. Fyrst um sinn voru hlutabréf í Apple engin undantekning frá öðrum hlutabréfum. Örfáum mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum höfðu hlutabréf í Apple lækkað um 13%, í takt við önnur hlutabréf en helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum á borð við Nasdaq og Dow Jones lækkuðu töluvert við opnun markaða.Sjá einnig: Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína.Það var hinsvegar tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, til viðskiptablaðamannsins Jim Cramer hjá CNBC sem leiddi til þess að fjárfestar öðluðust trú á Apple umfram önnur bréf. Í tölvupóstinum sagði Cook að sala á iPhone-símum fyrirtækisins hefði aukist í Kína undanfarnar vikur, þrátt fyrir áhyggjur yfir því að efnahagur Kína væri að hægja á sér og þann óstöðugleika sem því hefur fylgt. Í kjölfar póstsins ruku hlutabréf Apple upp í verði og þegar mest lét hafði félagið hækkað um 3%. Félagið hífði einnig upp fall helstu hlutabréfavísitalna á mörkuðum í Bandaríkjunum sem lækkuðu einnig mikið við opnun markaða. Verð hlutabréfa í Apple féll þó örlítið til baka þegar leið á daginn og var verð bréfanna við lokun markaðanna um 2,5% lægra en það var fyrir opnun markaða í dag.Uppfært kl. 21.30 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að hlutabréf Apple hefðu hækkað í verði á meðan önnur lækkuðu. Það var ekki rétt, þau lækkuðu einnig áður en dagurinn var úti.
Tækni Tengdar fréttir Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira