Apple hélt velli á meðan markaðir hrundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2015 19:38 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Apple unnu upp mikið fall við opnum markaða í dag á meðan mikið verðfall var á hlutabréfamörkuðum víðsvegar um heiminn í kjölfar hruns á mörkuðum í Kína. Hlutabréf Apple lækkuðu mikið við opnun markaða en tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, snéri dæminu við þótt að endingu hefðu bréfin lækkað um 2,5% í lok dags. Í kjölfar þess sem fjölmiðlar ytra kalla „The Great Fall of China“ varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum víða um heim, m.a. hér á Íslandi. Fyrst um sinn voru hlutabréf í Apple engin undantekning frá öðrum hlutabréfum. Örfáum mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum höfðu hlutabréf í Apple lækkað um 13%, í takt við önnur hlutabréf en helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum á borð við Nasdaq og Dow Jones lækkuðu töluvert við opnun markaða.Sjá einnig: Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína.Það var hinsvegar tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, til viðskiptablaðamannsins Jim Cramer hjá CNBC sem leiddi til þess að fjárfestar öðluðust trú á Apple umfram önnur bréf. Í tölvupóstinum sagði Cook að sala á iPhone-símum fyrirtækisins hefði aukist í Kína undanfarnar vikur, þrátt fyrir áhyggjur yfir því að efnahagur Kína væri að hægja á sér og þann óstöðugleika sem því hefur fylgt. Í kjölfar póstsins ruku hlutabréf Apple upp í verði og þegar mest lét hafði félagið hækkað um 3%. Félagið hífði einnig upp fall helstu hlutabréfavísitalna á mörkuðum í Bandaríkjunum sem lækkuðu einnig mikið við opnun markaða. Verð hlutabréfa í Apple féll þó örlítið til baka þegar leið á daginn og var verð bréfanna við lokun markaðanna um 2,5% lægra en það var fyrir opnun markaða í dag.Uppfært kl. 21.30 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að hlutabréf Apple hefðu hækkað í verði á meðan önnur lækkuðu. Það var ekki rétt, þau lækkuðu einnig áður en dagurinn var úti. Tækni Tengdar fréttir Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Apple unnu upp mikið fall við opnum markaða í dag á meðan mikið verðfall var á hlutabréfamörkuðum víðsvegar um heiminn í kjölfar hruns á mörkuðum í Kína. Hlutabréf Apple lækkuðu mikið við opnun markaða en tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, snéri dæminu við þótt að endingu hefðu bréfin lækkað um 2,5% í lok dags. Í kjölfar þess sem fjölmiðlar ytra kalla „The Great Fall of China“ varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum víða um heim, m.a. hér á Íslandi. Fyrst um sinn voru hlutabréf í Apple engin undantekning frá öðrum hlutabréfum. Örfáum mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum höfðu hlutabréf í Apple lækkað um 13%, í takt við önnur hlutabréf en helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum á borð við Nasdaq og Dow Jones lækkuðu töluvert við opnun markaða.Sjá einnig: Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína.Það var hinsvegar tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, til viðskiptablaðamannsins Jim Cramer hjá CNBC sem leiddi til þess að fjárfestar öðluðust trú á Apple umfram önnur bréf. Í tölvupóstinum sagði Cook að sala á iPhone-símum fyrirtækisins hefði aukist í Kína undanfarnar vikur, þrátt fyrir áhyggjur yfir því að efnahagur Kína væri að hægja á sér og þann óstöðugleika sem því hefur fylgt. Í kjölfar póstsins ruku hlutabréf Apple upp í verði og þegar mest lét hafði félagið hækkað um 3%. Félagið hífði einnig upp fall helstu hlutabréfavísitalna á mörkuðum í Bandaríkjunum sem lækkuðu einnig mikið við opnun markaða. Verð hlutabréfa í Apple féll þó örlítið til baka þegar leið á daginn og var verð bréfanna við lokun markaðanna um 2,5% lægra en það var fyrir opnun markaða í dag.Uppfært kl. 21.30 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að hlutabréf Apple hefðu hækkað í verði á meðan önnur lækkuðu. Það var ekki rétt, þau lækkuðu einnig áður en dagurinn var úti.
Tækni Tengdar fréttir Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira