Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fjölnir 4-4 | ÍA kastaði frá sér sigrinum en bjargaði stigi Guðmundur Marinó Ingvarsson á Norðurálsvellinum skrifar 24. ágúst 2015 09:48 Ásgeir Marteinsson er mikilvægur í sóknarleik Skagamanna. vísir/valli ÍA og Fjölnir gerðu jafntefli 4-4 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í hreint ótrúlegum leik. ÍA var 3-2 yfir í hálfleik. Leikurinn var vægast sagt kafla skiptur. Hann fór nokkuð rólega af stað en ÍA komst engu að síður yfir strax á 16. mínútu eftir skelfileg mistök fyrirliða Fjölnis, Bergsveins Ólafssonar. Fjölnir sótti mikið eftir markið og náði að jafna metin en mínútu síðar komst ÍA aftur yfir og upphófst þá mikil einstefna að marki Fjölnis. Varnarmenn Fjölnis virtust gjörsamlega týndir og komst ÍA verðskuldað í 3-1 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik og hefðu í raun getað farið með meiri mun inn í hálfleikinn en það varð ekki því upp úr þurru minnkaði Fjölnir muninn í eitt mark fyrir hálfleik og galopnaði leikinn. Markið hleypti trú í lið Fjölnis og gátu leikmenn og þjálfari liðsins prísað sig sæla að vera aðeins marki undir í hálfleik eftir mikla yfirburði heimamanna, sérstaklega seinni hluta hálfleiksins. Markið undir lok fyrri hálfleiks hleypti augljósum ótta í lið ÍA sem þurfti sárlega á stigunum að halda í fallbaráttunni og er leið á seinni hálfleik þyngdust sóknir Fjölnis sem náði að komast yfir með tveimur keimlíkum mörkum. ÍA virtist því hafa gloprað unnum leik niður í tap en annan leikinn í röð fékk Fjölnir jöfnunarmark á sig undir lokin og varð að sætta sig við tvö töpuð stig í baráttunni um Evrópusæti og má telja að stigin fjögur sem liðið hefur misst gegn Val og ÍA á einni viku séu of mikið til að liðið geti náð KR eða Breiðabliki að stigum í Evrópusæti. ÍA tekur aftur á móti stiginu fagnandi úr því sem komið var en liðið er nú fjórum stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir af Pepsí deildinni. Varnarmenn beggja liða vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Nánast enginn þeirra náði sér á strik í leiknum en mörg falleg sóknartilþrif sáust í leiknum. Aron Sigurðarson fór fyrir Fjölni fram á við og þeirra lang bestur í fyrri hálfleik þó Mark Magee hafi skoraði bæði mörk liðsins. Aron skoraði fyrra mark Fjölnis í seinni hálfleik og lagði hitt upp. Jón Vilhelm Ákason átti góðan leik fyrri ÍA og skoraði tvö mörk. Garðar Gunnlaugsson stóð einnig fyrir sínu og var réttur maður á réttum stað í lokin þegar hann nýtti sér að samherji sinn Arsenij Buinickij hitti ekki boltann sem barst þá til Garðars sem jafnaði leikinn í lokin. Garðar: Heppinn að Arsenij hittir ekki boltann„Það er gríðarlega svekkjandi að missa þetta forskot,“ sagði Garðar Gunnlaugsson hetja ÍA í kvöld en hann var allt annað en sáttur við umdeilt þriðja mark Fjölnis í leiknum. „Mér fannst þetta vera klárt brot í þriðja markinu hjá þeim en úr því sem komið er tökum við þetta stig.“ Garðar sagði mark Fjölnis undir lok fyrri hálfleiks vera vendipunkt leiksins. „Það gefur þeim auka kraft og við förum svekktir inn í hálfleik og náum ekki að fylgja fyrri hálfeiknum eftir í byrjun seinni. Þeir ganga á lagið og maður heyrir á þeim að það er meiri talandi og barátta í þeim í seinni hálfleik. „Um leið og ég sá að Manni (Ármann Smári Björnsson) fór í boltann þá vissi ég að hann myndi skalla þangað og svo var ég heppinn að Arsenij hittir ekki boltann og geng á lagið,“ sagði Garðar léttur. „Þetta er töluvert skárra en hinir tveir leikirnir á móti Fjölni og þetta telur allt. Við erum komnir með 18 stig núna og eigum Fylki næst. Við tökum þrjú stig þar,“ sagði Garðar en Fjölnir hafði unnið ÍA í tvígang fyrr á tímabilinu næsta örugglega. Ágúst: Súrt að tapa þessu niður í jafntefli„Við mættum ekki í fyrri hálfleikinn og ótrúlegt að þetta spilist þannig að við skorum tvö og fáum á okkur þrjú,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis. „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður en ég var alveg klár á því að við kæmum mikið betri út í seinni hálfleikinn og við gerðum það og stýrum leiknum til að byrja með og setjum á þá tvö frábær mörk. „Þetta var alveg við það að detta inn hjá okkur, þrjú stig, en þá gerist það annan leikinn í röð að við fáum á okkur mark alveg í lokin og það er ekki gott fyrir okkur í okkar stöðu,“ sagði Ágúst en Fjölnir tapaði einnig tveimur stigum með marki seint í leiknum gegn Val í síðustu umferð. Ágúst er þó ekki búinn að gefast upp í baráttunni um Evrópusæti þó erfitt verði að ná KR eða Breiðabliki úr þessu. „Við eigum enn möguleika og höldum áfram okkar stefnu að okkar markmiðum en við þurfum að fara að vinna fótboltaleiki og það er fúlt og súrt að hafa tapað þessum tveimur síðustu leikjum niður í jafntefli. Það gefur okkur lítið í þessari stöðu.“ Ágúst leit ekki á sem svo að annað mark Fjölnis seint í fyrri hálfleik hafi verið vendipunktur leiksins. „Ég er klár á því að þó staðan hafi verið 3-1 þá hefðum við alltaf komið okkur inn í leikinn. Við vorum alltaf með í leiknum í seinni hálfleik og stóðum okkur mjög vel og sýndum mikinn karakter og þess vegna er svo fúlt að fá þetta á sig alveg í lokin. Þetta verður erfið vika fyrir okkur. „Við gerðum skiptingar í seinni hálfleik sem breytu stemningunni í liðinu en þegar þú mætir ekki í fótboltaleikinn í fyrri hálfleik þá fer illa og við gáfum þeim eftir mikið svæði og þeir refsuðu okkur fyrir lélegan varnarleik,“ sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
ÍA og Fjölnir gerðu jafntefli 4-4 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í hreint ótrúlegum leik. ÍA var 3-2 yfir í hálfleik. Leikurinn var vægast sagt kafla skiptur. Hann fór nokkuð rólega af stað en ÍA komst engu að síður yfir strax á 16. mínútu eftir skelfileg mistök fyrirliða Fjölnis, Bergsveins Ólafssonar. Fjölnir sótti mikið eftir markið og náði að jafna metin en mínútu síðar komst ÍA aftur yfir og upphófst þá mikil einstefna að marki Fjölnis. Varnarmenn Fjölnis virtust gjörsamlega týndir og komst ÍA verðskuldað í 3-1 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik og hefðu í raun getað farið með meiri mun inn í hálfleikinn en það varð ekki því upp úr þurru minnkaði Fjölnir muninn í eitt mark fyrir hálfleik og galopnaði leikinn. Markið hleypti trú í lið Fjölnis og gátu leikmenn og þjálfari liðsins prísað sig sæla að vera aðeins marki undir í hálfleik eftir mikla yfirburði heimamanna, sérstaklega seinni hluta hálfleiksins. Markið undir lok fyrri hálfleiks hleypti augljósum ótta í lið ÍA sem þurfti sárlega á stigunum að halda í fallbaráttunni og er leið á seinni hálfleik þyngdust sóknir Fjölnis sem náði að komast yfir með tveimur keimlíkum mörkum. ÍA virtist því hafa gloprað unnum leik niður í tap en annan leikinn í röð fékk Fjölnir jöfnunarmark á sig undir lokin og varð að sætta sig við tvö töpuð stig í baráttunni um Evrópusæti og má telja að stigin fjögur sem liðið hefur misst gegn Val og ÍA á einni viku séu of mikið til að liðið geti náð KR eða Breiðabliki að stigum í Evrópusæti. ÍA tekur aftur á móti stiginu fagnandi úr því sem komið var en liðið er nú fjórum stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir af Pepsí deildinni. Varnarmenn beggja liða vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Nánast enginn þeirra náði sér á strik í leiknum en mörg falleg sóknartilþrif sáust í leiknum. Aron Sigurðarson fór fyrir Fjölni fram á við og þeirra lang bestur í fyrri hálfleik þó Mark Magee hafi skoraði bæði mörk liðsins. Aron skoraði fyrra mark Fjölnis í seinni hálfleik og lagði hitt upp. Jón Vilhelm Ákason átti góðan leik fyrri ÍA og skoraði tvö mörk. Garðar Gunnlaugsson stóð einnig fyrir sínu og var réttur maður á réttum stað í lokin þegar hann nýtti sér að samherji sinn Arsenij Buinickij hitti ekki boltann sem barst þá til Garðars sem jafnaði leikinn í lokin. Garðar: Heppinn að Arsenij hittir ekki boltann„Það er gríðarlega svekkjandi að missa þetta forskot,“ sagði Garðar Gunnlaugsson hetja ÍA í kvöld en hann var allt annað en sáttur við umdeilt þriðja mark Fjölnis í leiknum. „Mér fannst þetta vera klárt brot í þriðja markinu hjá þeim en úr því sem komið er tökum við þetta stig.“ Garðar sagði mark Fjölnis undir lok fyrri hálfleiks vera vendipunkt leiksins. „Það gefur þeim auka kraft og við förum svekktir inn í hálfleik og náum ekki að fylgja fyrri hálfeiknum eftir í byrjun seinni. Þeir ganga á lagið og maður heyrir á þeim að það er meiri talandi og barátta í þeim í seinni hálfleik. „Um leið og ég sá að Manni (Ármann Smári Björnsson) fór í boltann þá vissi ég að hann myndi skalla þangað og svo var ég heppinn að Arsenij hittir ekki boltann og geng á lagið,“ sagði Garðar léttur. „Þetta er töluvert skárra en hinir tveir leikirnir á móti Fjölni og þetta telur allt. Við erum komnir með 18 stig núna og eigum Fylki næst. Við tökum þrjú stig þar,“ sagði Garðar en Fjölnir hafði unnið ÍA í tvígang fyrr á tímabilinu næsta örugglega. Ágúst: Súrt að tapa þessu niður í jafntefli„Við mættum ekki í fyrri hálfleikinn og ótrúlegt að þetta spilist þannig að við skorum tvö og fáum á okkur þrjú,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis. „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður en ég var alveg klár á því að við kæmum mikið betri út í seinni hálfleikinn og við gerðum það og stýrum leiknum til að byrja með og setjum á þá tvö frábær mörk. „Þetta var alveg við það að detta inn hjá okkur, þrjú stig, en þá gerist það annan leikinn í röð að við fáum á okkur mark alveg í lokin og það er ekki gott fyrir okkur í okkar stöðu,“ sagði Ágúst en Fjölnir tapaði einnig tveimur stigum með marki seint í leiknum gegn Val í síðustu umferð. Ágúst er þó ekki búinn að gefast upp í baráttunni um Evrópusæti þó erfitt verði að ná KR eða Breiðabliki úr þessu. „Við eigum enn möguleika og höldum áfram okkar stefnu að okkar markmiðum en við þurfum að fara að vinna fótboltaleiki og það er fúlt og súrt að hafa tapað þessum tveimur síðustu leikjum niður í jafntefli. Það gefur okkur lítið í þessari stöðu.“ Ágúst leit ekki á sem svo að annað mark Fjölnis seint í fyrri hálfleik hafi verið vendipunktur leiksins. „Ég er klár á því að þó staðan hafi verið 3-1 þá hefðum við alltaf komið okkur inn í leikinn. Við vorum alltaf með í leiknum í seinni hálfleik og stóðum okkur mjög vel og sýndum mikinn karakter og þess vegna er svo fúlt að fá þetta á sig alveg í lokin. Þetta verður erfið vika fyrir okkur. „Við gerðum skiptingar í seinni hálfleik sem breytu stemningunni í liðinu en þegar þú mætir ekki í fótboltaleikinn í fyrri hálfleik þá fer illa og við gáfum þeim eftir mikið svæði og þeir refsuðu okkur fyrir lélegan varnarleik,“ sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn