Vilja að lögreglan geti farið í verkfall Snærós Sindradóttir skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Gerðardómur hefur í tvígang ákveðið kjör lögreglumanna. Hér sjást þeir bíða úrskurðar dómsins árið 2011. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira