Er lesbía þegar ég er löt sigga dögg skrifar 21. ágúst 2015 10:00 auður magndís Vísir/Einkasafn og Ernir Auður Magndís Auðardóttir er nýráðin framkvæmdastýra Samtakanna '78. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er málefnaleg, ákveðin, röggsöm og smitar af sér brosmildi og gleði. Hún er femínisti fram í fingurgóma þótt það sé ekki endilega eitthvað sem henni var innrætt frá blautu barnsbeini. „Ég var ekki alin upp við neina sérstaka róttækni eða neitt þannig, það var ekki mikið rætt um femínisma eða pólitík, en það var samt alltaf lögð áhersla á jafnrétti, jöfnuð og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins og ætli það hafi ekki mótað mig,“ segir Auður Magndís er hún rifjar upp barnæskuna. Það er svo ekki fyrr en í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hún formlega fer að hrífast af femínisma og jafnréttisumræðan fer að vega þungt. „Ég var ekki í neinu grasrótarstarfi í MH þó að ég fylgdist með Bríetunum úr fjarlægð en af því að fundirnir sköruðust við kóræfingu þá bara einhvern veginn pældi ég ekkert meira í því þótt ég hafi fundið að málstaðurinn var mikilvægur,“ segir Auður um femínismann sem seinna átti eftir að hæfa hana í hjartastað.Íris og Auður á árshátíðVísir/EinkasafnHulunni svipt af raunveruleikanum Að loknu stúdentsprófi ráfaði Auður um kynningarbásana í námskynningu hjá Háskóla Íslands, alls óviss um hvað framtíðin bæri í skauti sér. „Ég var að spá í íslensku en svo þegar ég sá að það var hægt að læra kynjafræði þá staldraði ég við og vildi fá að vita meira, ég var bara svo hissa að þetta væri sérfag,“ segir Auður en tók því jafnframt fagnandi. Þegar námið hófst breyttist heimssýn Auðar: „Það var eins og hulu hefði verið lyft af augunum og heiminum öllum og þegar maður veit hvernig kynjakerfið virkar þá er ekki hægt að fara til baka,“ segir Auður áköf. „Þetta var bara rosalegt og ég gat varla flett blöðum eða horft á sjónvarp því þetta var svo augljóst og blasti við manni alls staðar,“ bætir Auður við. Aðspurð hvort henni þyki margt hafa breyst á undanförnum þrettán árum frá því að náminu lauk hikar hún ögn. „Samfélagið er að stórum hluta enn mjög karllægt og metur meira það sem karlar gera. Það sést kannski best á launaseðlum ólíkra starfsstétta en einnig í smærri atriðum, eins og hvað telst fréttnæmt. Í hverjum fréttatíma eru þulin upp íþróttaafrek, aðallega karla. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem hafa svona mikinn áhuga á íþróttakappleikjum fletti þessu ekki bara upp á netinu? Ég meina, má ekki sleppa þessu eða minnka það og kannski jafnvel tala um annað? Hvernig væri það til dæmis ef raktar yrðu tölur um hannyrðir eða tekið viðtal við manneskju sem er orðin mjög leikin í nýstárlegri aðferð við að prjóna hæl á sokk? Það eru örugglega mjög margir sem hefðu talsverðan áhuga á því,“ segir Auður ögrandi en þó af einlægni.Auður ásamt dóttur sinni, Ástrósu Ingu, í Svissnesku ÖlpunumVísir/EinksafnHvað ertu eiginlega? Auður er gift dr. Írisi Ellenberger sagnfræðingi. Þær kynntust fyrir þremur árum í gegnum svipaða kreðsu í Háskólanum. Auður vann þá hjá Félagsvísindastofnun og unnu þær í sama húsi. Ástin leiddi þær saman þegar þær rákust reglulega á hvor aðra í fyrirlestrum um mál málanna, femínisma og jafnrétti. Auður á tvö börn úr fyrra sambandi en hún var áður í sambúð með karlmanni. „Sumir einmitt verða eitt spurningarmerki í tengslum við þetta og vilja þá vita hvernig ég skilgreini mig, og jafnvel virða ekki mörkin sem þau myndu annars virða við gagnkynhneigt fólk, og spyr mjög nærgöngulla spurninga um framtíðaráform okkar í barneignum og hvernig börnin voru getin, fædd og feðruð,“ segir Auður. „Hvernig ég útskýri mig og mína kynhneigð fer svolítið eftir því hversu vel ég þekki viðkomandi og hversu mikið ég nenni að útskýra hlutina. Það er langauðveldast að segjast bara vera lesbía, flestir skilja það og halda þá að ég hafi komið út úr skápnum þegar sambúðinni við barnsföður minn lauk, sem er ekki alls kostar rétt. Við aðra sem ég þekki betur þá segi ég tvíkynhneigð og ókei, sumum þykir það pínu flókið en samþykkja það. Ef ég hef tíma og nennu til að útskýra að það séu til fleiri en tvö kyn og allan þann pakka, eða ef ég held að fólk þekki orðið segi ég að ég sé pankynhneigð segir Auður, um það sem mörgum þykir flókið – kynhneigð. „Þessir kassar og stimplar geta verið svolítið hamlandi en mig langar að auka skilning fólks og fræðslu um af hverju fólk notar ólíkar skilgreiningar um sig, sína kynhneigð og kynvitund,“ segir Auður. „Ef þú ert ekki viss um hvaða hugtök er best að nota þá er gott að spyrja bara,“ bendir Auður einfaldlega á. „Þú þarft ekki að kunna allt né vita heldur bara að vera auðmjúkur gagnvart því að vera leiðrétt/ur og svo fylgja fordæmi viðkomandi og nota þau fornöfn eða nafn sem viðkomandi notar. Hinsegin fólk er almennt mjög skilningsríkt gagnvart því að þetta eru ný orð og það tekur fólk tíma að læra þau og skilja,“ segir Auður. Samtökin '78 bjóða líka upp á fræðslufyrirlestra fyrir unga sem aldna sem hægt er að panta í skóla, vinnustað eða hvert sem er.Fjölskyldan á hrekkjarvökunniVísir/GettyBörnin ná þessu Auður á þau Bjart Einar, 7 ára, og Ástrós Ingu, 5 ára. Hún segir börnin vera mjög meðvituð um mikilvægi opinnar umræðu og séu farin að vera gagnrýnin á kynjamisrétti þegar það birtist þeim. Auður segir frábæra sögu af Bjarti þegar hann rakst á slíkt í algengum barnasöng. „Bjartur kom heim úr skólanum einn daginn og sagði krakkana hafa verið að syngja Áfram áfram bílstjórinn og að strákar borði popp en stelpur fari á kopp. Hann var bara hneykslaður á textanum og velti fyrir sér af hverju borða ekki bara allir krakkar popp. Þarna áttaði hann sig á því að þetta var niðrandi texti um stelpur því það var verið að hía á að þær gerðu ungbarnahluti eins og að fara á kopp. Þarna klappar maður sér aðeins á öxlina og hrósar litlum sigrum í uppeldinu,“ segir Auður brosandi. Svipaða sögu má segja af dóttur hennar. „Ástrós var að spila tölvuleik nýlega og benti mér á að það var ekki hægt að vera kvenpersóna og það fannst henni óréttlátt og hún notaði það orð, óréttlæti,“ segir Auður með ánægjublik í auga. Auður talar einnig mikið um hve móttækileg börn eru fyrir því að reyna skilja heiminn og reyna að hafa jafnrétti að leiðarljósi en umræðan heima fyrir og í skólanum þarf að styðja við og þroska þá heimssýn. „Þess vegna er svo frábært að margir skólar séu farnir að kenna kynjafræði og að samfélagið sé að opnast en þó er enn langt í land með margt,“ bendir Auður á.Vísir/ErnirJafnréttis- og hinsegin fræðsla Auður hefur í tvö ár stýrt Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar en lætur af því starfi bráðlega og tekur við sem framkvæmdastýra Samtakanna '78. Um framtíðarsýn starfsins hefur Auður margt að segja. „Ég er ekki að fara að verða einhver einræðisherra sem bara ákveður hvernig allt eigi að ganga fyrir sig heldur vinna í Samtökunum fjölmargir, og þar með heill her sjálfboðaliða, og ég sé mitt starf sem einhvers konar „co-ordinator“, ég sé um að tengja saman einstaklinga með ólíka styrkleika og koma á samstarfi,“ segir Auður Magndís af miklum ákafa. „Þegar maður nær að tengja saman rétta fólkið þá verður bara einhver sprengikraftur úr því og það er svo gaman,“ segir Auður Magndís. „Það má ekki gleymast að umræðan um málefni hinsegin fólks þarf einnig að eiga sér stað á milli einstaklinga sem tilheyra þeim hópum og því verðum við að hlusta og heyra hvað brennur á fólki. Þannig geta Samtökin, í nýja húsnæðinu, komið sterkt inn með því að leiða saman þessa hópa og hvetja til umræðu,“ segir Auður sem einnig mun gegna hlutverki fræðslustýru. Þá er hún að skrifa handbók um hinsegin málefni, ásamt konu sinni, dr. Írisi, sem verður prufukennd í Kvennaskólanum í haust. „Þetta er fyrsta handbókin sinnar tegundar á íslensku og er mikil þörf á henni,“ segir Auður sem reiknar með að hún fari í almenna dreifingu og útgáfu á næsta ári. Það er því nokkuð ljóst að umræða um hinsegin málefni hefur svo sannarlega fengið jákvæða innspýtingu frá hinni orkumiklu Auði og verður gaman og lærdómsríkt að fylgjast með henni í framtíðinni. Hinsegin Lífið Tengdar fréttir Hinsegin fólk upplifir enn fordóma í sinn garð Í nýrri könnun Samtakanna '78 kemur í ljós að mikill meirihluti hinsegin fólks upplifir fordóma. Formaður samtakanna segir niðurstöðuna ekki koma á óvart og að hún sé skýrt merki um að baráttunni sé ekki lokið. 18. febrúar 2014 14:30 Opið bréf vegna kvennaráðstefnunnar Nordiskt Forum Við undirrituð sóttum kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum 2014 sem haldin var í Malmö í júní. 3. júlí 2014 16:44 Nýr framkvæmdastjóri Samtakanna 78 Auður Magndís Auðardóttir er nýr framkvæmdastjóri. 10. ágúst 2015 23:34 Kynvitund stýrir hvorki áhugamálum né vali á klósetti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er ung og kraftmikil kona sem fær mann til að endurskoða allar staðalmyndir um kyn, kynvitund, kynhneigð, og af hverju klósett eru kynjaskipt. Hún fagnar fjölbreytileikanum og vill að fólk fái að vera til án stimpils. 13. febrúar 2015 11:00 Haltu kjafti, eldaðu og vertu mjórri 11. júní 2014 07:00 Kynbundnir tölvuleikir fyrir börn: „Stelpur eiga bara að vera skrautmunir“ Tölvuleikir sem eru markaðssettir fyrir ungar stúlkur snúast flestir um útlit eða eldamennsku, á meðan leikir fyrir drengi snúast um lestur og þrautalausnir. „Svona leikir eru ekkert minna hættulegir en ofbeldisleikir. Og kannski eru þeir jafnvel hættulegri í raun og veru," segir verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur. 10. júní 2014 13:15 Sjö ára stelpa: „Mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" Fimleikaþjálfarinn Glódís Guðgeirsdóttir segir frá því á Twitter-síðu sinni að ein sjö ára stúlka hafi sagt henni að móðir hennar vilji að hún sé í fimleikum til þess að fá fallegan líkama. 23. janúar 2015 16:56 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Auður Magndís Auðardóttir er nýráðin framkvæmdastýra Samtakanna '78. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er málefnaleg, ákveðin, röggsöm og smitar af sér brosmildi og gleði. Hún er femínisti fram í fingurgóma þótt það sé ekki endilega eitthvað sem henni var innrætt frá blautu barnsbeini. „Ég var ekki alin upp við neina sérstaka róttækni eða neitt þannig, það var ekki mikið rætt um femínisma eða pólitík, en það var samt alltaf lögð áhersla á jafnrétti, jöfnuð og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins og ætli það hafi ekki mótað mig,“ segir Auður Magndís er hún rifjar upp barnæskuna. Það er svo ekki fyrr en í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hún formlega fer að hrífast af femínisma og jafnréttisumræðan fer að vega þungt. „Ég var ekki í neinu grasrótarstarfi í MH þó að ég fylgdist með Bríetunum úr fjarlægð en af því að fundirnir sköruðust við kóræfingu þá bara einhvern veginn pældi ég ekkert meira í því þótt ég hafi fundið að málstaðurinn var mikilvægur,“ segir Auður um femínismann sem seinna átti eftir að hæfa hana í hjartastað.Íris og Auður á árshátíðVísir/EinkasafnHulunni svipt af raunveruleikanum Að loknu stúdentsprófi ráfaði Auður um kynningarbásana í námskynningu hjá Háskóla Íslands, alls óviss um hvað framtíðin bæri í skauti sér. „Ég var að spá í íslensku en svo þegar ég sá að það var hægt að læra kynjafræði þá staldraði ég við og vildi fá að vita meira, ég var bara svo hissa að þetta væri sérfag,“ segir Auður en tók því jafnframt fagnandi. Þegar námið hófst breyttist heimssýn Auðar: „Það var eins og hulu hefði verið lyft af augunum og heiminum öllum og þegar maður veit hvernig kynjakerfið virkar þá er ekki hægt að fara til baka,“ segir Auður áköf. „Þetta var bara rosalegt og ég gat varla flett blöðum eða horft á sjónvarp því þetta var svo augljóst og blasti við manni alls staðar,“ bætir Auður við. Aðspurð hvort henni þyki margt hafa breyst á undanförnum þrettán árum frá því að náminu lauk hikar hún ögn. „Samfélagið er að stórum hluta enn mjög karllægt og metur meira það sem karlar gera. Það sést kannski best á launaseðlum ólíkra starfsstétta en einnig í smærri atriðum, eins og hvað telst fréttnæmt. Í hverjum fréttatíma eru þulin upp íþróttaafrek, aðallega karla. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem hafa svona mikinn áhuga á íþróttakappleikjum fletti þessu ekki bara upp á netinu? Ég meina, má ekki sleppa þessu eða minnka það og kannski jafnvel tala um annað? Hvernig væri það til dæmis ef raktar yrðu tölur um hannyrðir eða tekið viðtal við manneskju sem er orðin mjög leikin í nýstárlegri aðferð við að prjóna hæl á sokk? Það eru örugglega mjög margir sem hefðu talsverðan áhuga á því,“ segir Auður ögrandi en þó af einlægni.Auður ásamt dóttur sinni, Ástrósu Ingu, í Svissnesku ÖlpunumVísir/EinksafnHvað ertu eiginlega? Auður er gift dr. Írisi Ellenberger sagnfræðingi. Þær kynntust fyrir þremur árum í gegnum svipaða kreðsu í Háskólanum. Auður vann þá hjá Félagsvísindastofnun og unnu þær í sama húsi. Ástin leiddi þær saman þegar þær rákust reglulega á hvor aðra í fyrirlestrum um mál málanna, femínisma og jafnrétti. Auður á tvö börn úr fyrra sambandi en hún var áður í sambúð með karlmanni. „Sumir einmitt verða eitt spurningarmerki í tengslum við þetta og vilja þá vita hvernig ég skilgreini mig, og jafnvel virða ekki mörkin sem þau myndu annars virða við gagnkynhneigt fólk, og spyr mjög nærgöngulla spurninga um framtíðaráform okkar í barneignum og hvernig börnin voru getin, fædd og feðruð,“ segir Auður. „Hvernig ég útskýri mig og mína kynhneigð fer svolítið eftir því hversu vel ég þekki viðkomandi og hversu mikið ég nenni að útskýra hlutina. Það er langauðveldast að segjast bara vera lesbía, flestir skilja það og halda þá að ég hafi komið út úr skápnum þegar sambúðinni við barnsföður minn lauk, sem er ekki alls kostar rétt. Við aðra sem ég þekki betur þá segi ég tvíkynhneigð og ókei, sumum þykir það pínu flókið en samþykkja það. Ef ég hef tíma og nennu til að útskýra að það séu til fleiri en tvö kyn og allan þann pakka, eða ef ég held að fólk þekki orðið segi ég að ég sé pankynhneigð segir Auður, um það sem mörgum þykir flókið – kynhneigð. „Þessir kassar og stimplar geta verið svolítið hamlandi en mig langar að auka skilning fólks og fræðslu um af hverju fólk notar ólíkar skilgreiningar um sig, sína kynhneigð og kynvitund,“ segir Auður. „Ef þú ert ekki viss um hvaða hugtök er best að nota þá er gott að spyrja bara,“ bendir Auður einfaldlega á. „Þú þarft ekki að kunna allt né vita heldur bara að vera auðmjúkur gagnvart því að vera leiðrétt/ur og svo fylgja fordæmi viðkomandi og nota þau fornöfn eða nafn sem viðkomandi notar. Hinsegin fólk er almennt mjög skilningsríkt gagnvart því að þetta eru ný orð og það tekur fólk tíma að læra þau og skilja,“ segir Auður. Samtökin '78 bjóða líka upp á fræðslufyrirlestra fyrir unga sem aldna sem hægt er að panta í skóla, vinnustað eða hvert sem er.Fjölskyldan á hrekkjarvökunniVísir/GettyBörnin ná þessu Auður á þau Bjart Einar, 7 ára, og Ástrós Ingu, 5 ára. Hún segir börnin vera mjög meðvituð um mikilvægi opinnar umræðu og séu farin að vera gagnrýnin á kynjamisrétti þegar það birtist þeim. Auður segir frábæra sögu af Bjarti þegar hann rakst á slíkt í algengum barnasöng. „Bjartur kom heim úr skólanum einn daginn og sagði krakkana hafa verið að syngja Áfram áfram bílstjórinn og að strákar borði popp en stelpur fari á kopp. Hann var bara hneykslaður á textanum og velti fyrir sér af hverju borða ekki bara allir krakkar popp. Þarna áttaði hann sig á því að þetta var niðrandi texti um stelpur því það var verið að hía á að þær gerðu ungbarnahluti eins og að fara á kopp. Þarna klappar maður sér aðeins á öxlina og hrósar litlum sigrum í uppeldinu,“ segir Auður brosandi. Svipaða sögu má segja af dóttur hennar. „Ástrós var að spila tölvuleik nýlega og benti mér á að það var ekki hægt að vera kvenpersóna og það fannst henni óréttlátt og hún notaði það orð, óréttlæti,“ segir Auður með ánægjublik í auga. Auður talar einnig mikið um hve móttækileg börn eru fyrir því að reyna skilja heiminn og reyna að hafa jafnrétti að leiðarljósi en umræðan heima fyrir og í skólanum þarf að styðja við og þroska þá heimssýn. „Þess vegna er svo frábært að margir skólar séu farnir að kenna kynjafræði og að samfélagið sé að opnast en þó er enn langt í land með margt,“ bendir Auður á.Vísir/ErnirJafnréttis- og hinsegin fræðsla Auður hefur í tvö ár stýrt Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar en lætur af því starfi bráðlega og tekur við sem framkvæmdastýra Samtakanna '78. Um framtíðarsýn starfsins hefur Auður margt að segja. „Ég er ekki að fara að verða einhver einræðisherra sem bara ákveður hvernig allt eigi að ganga fyrir sig heldur vinna í Samtökunum fjölmargir, og þar með heill her sjálfboðaliða, og ég sé mitt starf sem einhvers konar „co-ordinator“, ég sé um að tengja saman einstaklinga með ólíka styrkleika og koma á samstarfi,“ segir Auður Magndís af miklum ákafa. „Þegar maður nær að tengja saman rétta fólkið þá verður bara einhver sprengikraftur úr því og það er svo gaman,“ segir Auður Magndís. „Það má ekki gleymast að umræðan um málefni hinsegin fólks þarf einnig að eiga sér stað á milli einstaklinga sem tilheyra þeim hópum og því verðum við að hlusta og heyra hvað brennur á fólki. Þannig geta Samtökin, í nýja húsnæðinu, komið sterkt inn með því að leiða saman þessa hópa og hvetja til umræðu,“ segir Auður sem einnig mun gegna hlutverki fræðslustýru. Þá er hún að skrifa handbók um hinsegin málefni, ásamt konu sinni, dr. Írisi, sem verður prufukennd í Kvennaskólanum í haust. „Þetta er fyrsta handbókin sinnar tegundar á íslensku og er mikil þörf á henni,“ segir Auður sem reiknar með að hún fari í almenna dreifingu og útgáfu á næsta ári. Það er því nokkuð ljóst að umræða um hinsegin málefni hefur svo sannarlega fengið jákvæða innspýtingu frá hinni orkumiklu Auði og verður gaman og lærdómsríkt að fylgjast með henni í framtíðinni.
Hinsegin Lífið Tengdar fréttir Hinsegin fólk upplifir enn fordóma í sinn garð Í nýrri könnun Samtakanna '78 kemur í ljós að mikill meirihluti hinsegin fólks upplifir fordóma. Formaður samtakanna segir niðurstöðuna ekki koma á óvart og að hún sé skýrt merki um að baráttunni sé ekki lokið. 18. febrúar 2014 14:30 Opið bréf vegna kvennaráðstefnunnar Nordiskt Forum Við undirrituð sóttum kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum 2014 sem haldin var í Malmö í júní. 3. júlí 2014 16:44 Nýr framkvæmdastjóri Samtakanna 78 Auður Magndís Auðardóttir er nýr framkvæmdastjóri. 10. ágúst 2015 23:34 Kynvitund stýrir hvorki áhugamálum né vali á klósetti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er ung og kraftmikil kona sem fær mann til að endurskoða allar staðalmyndir um kyn, kynvitund, kynhneigð, og af hverju klósett eru kynjaskipt. Hún fagnar fjölbreytileikanum og vill að fólk fái að vera til án stimpils. 13. febrúar 2015 11:00 Haltu kjafti, eldaðu og vertu mjórri 11. júní 2014 07:00 Kynbundnir tölvuleikir fyrir börn: „Stelpur eiga bara að vera skrautmunir“ Tölvuleikir sem eru markaðssettir fyrir ungar stúlkur snúast flestir um útlit eða eldamennsku, á meðan leikir fyrir drengi snúast um lestur og þrautalausnir. „Svona leikir eru ekkert minna hættulegir en ofbeldisleikir. Og kannski eru þeir jafnvel hættulegri í raun og veru," segir verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur. 10. júní 2014 13:15 Sjö ára stelpa: „Mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" Fimleikaþjálfarinn Glódís Guðgeirsdóttir segir frá því á Twitter-síðu sinni að ein sjö ára stúlka hafi sagt henni að móðir hennar vilji að hún sé í fimleikum til þess að fá fallegan líkama. 23. janúar 2015 16:56 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Hinsegin fólk upplifir enn fordóma í sinn garð Í nýrri könnun Samtakanna '78 kemur í ljós að mikill meirihluti hinsegin fólks upplifir fordóma. Formaður samtakanna segir niðurstöðuna ekki koma á óvart og að hún sé skýrt merki um að baráttunni sé ekki lokið. 18. febrúar 2014 14:30
Opið bréf vegna kvennaráðstefnunnar Nordiskt Forum Við undirrituð sóttum kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum 2014 sem haldin var í Malmö í júní. 3. júlí 2014 16:44
Nýr framkvæmdastjóri Samtakanna 78 Auður Magndís Auðardóttir er nýr framkvæmdastjóri. 10. ágúst 2015 23:34
Kynvitund stýrir hvorki áhugamálum né vali á klósetti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er ung og kraftmikil kona sem fær mann til að endurskoða allar staðalmyndir um kyn, kynvitund, kynhneigð, og af hverju klósett eru kynjaskipt. Hún fagnar fjölbreytileikanum og vill að fólk fái að vera til án stimpils. 13. febrúar 2015 11:00
Kynbundnir tölvuleikir fyrir börn: „Stelpur eiga bara að vera skrautmunir“ Tölvuleikir sem eru markaðssettir fyrir ungar stúlkur snúast flestir um útlit eða eldamennsku, á meðan leikir fyrir drengi snúast um lestur og þrautalausnir. „Svona leikir eru ekkert minna hættulegir en ofbeldisleikir. Og kannski eru þeir jafnvel hættulegri í raun og veru," segir verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur. 10. júní 2014 13:15
Sjö ára stelpa: „Mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" Fimleikaþjálfarinn Glódís Guðgeirsdóttir segir frá því á Twitter-síðu sinni að ein sjö ára stúlka hafi sagt henni að móðir hennar vilji að hún sé í fimleikum til þess að fá fallegan líkama. 23. janúar 2015 16:56