Sport

Fyrrum leikstjórnandi reyndi að svipta sig lífi

Kramer í leik með Bears.
Kramer í leik með Bears. vísir/getty
Lífið eftir boltann í NFL-deildinni er ekki alltaf auðvelt og það hefur Erik Kramer fengið að upplifa.

Hann spilaði sem leikstjórnandi með Detroit Lions, Chicago Bears, Atlanta Falcons og San Diego Chargers áður en hann lagði skóna á hilluna.

Hann vann svo sem sjónvarpsmaður hjá FOX eftir að hann hætti í boltanum og síðar hjá fjölmiðlum Bears.

Kramer, 50 ára, reyndi að svipta sig lífi á móteli með því að skjóta sig. Það mistókst. Hann er á spítala núna og er ekki í lífshættu.

Fyrrum eiginkona hans segir að Kramer hafi verið að glíma við þunglyndi sem hún segir vera beina afleiðingu af þeim höfuðmeiðslum sem hann varð fyrir á ferlinum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×