Girðingum hafði verið komið upp við þinghúsið áður en mótmælendur mættu. Steinum rigndi yfir lögreglumennina auk reyksprengnja. Báðar hliðar hafa beitt táragasi gegn hinni. Handsprengjan lenti í hópi lögreglumanna og særðust minnst tíu samkvæmt yfirlýsingu á Facebook-síðu úkraínska innanríkisráðuneytisins.
Ástandið í Úkraínu hefur verið óstöðugt undanfarin ár en vopnahlé hefur verið í gildi síðustu mánuði í það minnsta að nafninu til. Stríðandi fylkingar sættust á það fyrir skemmstu að leggja niður vopn svo skólahald gæti hafist.
Explosion outside #Kiev #Ukraine's parliament, 10 security forces injured
pic.twitter.com/WBjyKq4VQl
— Mete Sohtaoğlu (@metesohtaoglu) August 31, 2015
#US and #EU brought democracy, freedom and prosperity to #Ukraine , but #maidan scenes reapper in KIev. pic.twitter.com/03rQtYGl3T
— Alex Bukovsky (@BungeeWedgie) August 31, 2015