Megnið af volæði veraldarinnar Magnús Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2015 09:15 „Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
„Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar