Gróði eða græðgi? Skjóðan skrifar 9. september 2015 11:00 Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira