Innlent

Afnema ívilnun af innflutningi bílaleigna

Samúel Karl Ólason skrifar
Umrædd ívilnun í vörugjaldi verður afnumin í tveimur skrefum, í ársbyrjun næsta árs og í byrjun ársins 2017.
Umrædd ívilnun í vörugjaldi verður afnumin í tveimur skrefum, í ársbyrjun næsta árs og í byrjun ársins 2017. Vísir/Daníel
Stjórnvöld ætla að afnema þá ívilnun sem bílaleigur hafa haft á innflutningi nýrra bíla. Áætlaður tekjuauki ríkisins vegna þessa er hálfur milljarður króna. Bílaleigur hafa frá árinu 2000 þurft að greiða mest 30 prósent af vörugjaldinu, sem tengist mengun bíla.

Umrædd ívilnun í vörugjaldi verður afnumin í tveimur skrefum, í ársbyrjun næsta árs og í byrjun ársins 2017. Þó hefur verið ákveðið þak á þeim afslætti, eða einn milljón króna. Þá hafa bílaleigur greitt á móti árlegt leyfisgjald, sem miðar við fjölda innfluttra bíla. Það hefur verið 1,8 til 6,8 milljónir króna.

Þar að auki hefur bifreið sem flutt var inn með þessari ívilnun verið háð skilyrðum. Þau eru að ekki sé heimilt að selja bílana aftur fyrr en eftir fimmtán mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×