Innlent

Aukin framlög til Vegagerðarinnar vegna erfiðar vetrarfærðar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Snjómokstur hefur aldrei verið meiri það sem af er ári.
Snjómokstur hefur aldrei verið meiri það sem af er ári. Mynd/Stöð 2.
Fjárframlög til Vegagerðarinnar aukast um 1,6 milljarð samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Skýrist hækkunin einkum af auknu framlagi til vegna framkvæmda við Norðfjarðargöng og aukins framlags til þess að mæta kostnaði við þjónustu vegna vetraaðstæðna á vegum úti.

Heildarfjárframlög til Vegagerðarinnar nema 23,3 milljörðum og er það aukning um 7,3 á milli fjárlaga. Gert er ráð fyrir að fjárlagaliðurinn þjónusta fái aukið framlag um 800 milljónir en á undanförnum árum hefur sá liður verið rekinn með halla sem rekja má til erfiðar og þungrar færðar á vegum úti. Hefur snjómokstur það sem af er ári aldrei verið meiri. Stefnt er að því að endurskoða fyrirkomulag snjómokstur svo að halda megi þessum þjónustulið innan fjárlaga.

Gert er ráð fyrir því að framlengja tímabundið framlag til framkvæmda við Norðfjarðargöng. Er reiknað með að framlag ríkissjóðs við framkvæmdirnar nái 10,5 milljörðum á árinu og að heildarframlög til gerð gangnanna verði 12 milljarðar í árslok 2016. Gert er ráð fyrir að veita 1,8 milljarði í vegtengir á milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. 250 milljónir króna eru eyrnamerktar nýframkvæmdum og 50 milljónir eiga að fara í styrkingu innanlandsflugs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×