Innlent

Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum: Fjárfesting í innviðum algerlega ófullnægjandi

Jakob Bjarnar skrifar
Katrín Jakobsdóttir: Gert er ráð fyrir 4,5 prósenta verðbólgu í frumvarpinu þrátt fyrir að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu 2,5 prósent.
Katrín Jakobsdóttir: Gert er ráð fyrir 4,5 prósenta verðbólgu í frumvarpinu þrátt fyrir að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu 2,5 prósent.
„Ýmislegt vekur athygli við fyrstu sýn,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna þegar Vísir leitaði viðbragða vegna nýrra fjárlaga:

„Til að mynda er gert ráð fyrir 4,5 prósenta verðbólgu í frumvarpinu þrátt fyrir að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu 2,5 prósent og inn í það spil setur ríkisstjórnin tillögu um frekari skattalækkanir sem er óskynsamlegt. Afgangurinn upp á 15 milljarða hefði nú orðið meiri ef ríkisstjórnin hefði ekki valið að afsala almenningi tekjum með lækkun á veiðigjöldum, afnámi auðlegðarskatts og orkuskatts. Þar af leiðandi verður fjárfesting í innviðum algjörlega ófullnægjandi og má þar nefna framlög til samgöngumála og uppbyggingar ferðamannastaða sem munu ekki duga til þess sem ríður á að gera,“ segir Katrín. Og hún bætir við:

„Þá er erfitt að sjá hvernig þau framlög sem birtast til húsnæðismála í frumvarpinu eiga að standa undir þeim hugmyndum sem félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti í vor.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×