Innlent

149 milljónir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Atli Ísleifsson skrifar
Við Gullfoss.
Við Gullfoss. Vísir/Pjetur
Gert er ráð fyrir 149 milljón króna fjárveitingu til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2016. Fjárveitingin jafngildir 3,2 milljón króna hækkun frá yfirstandandi fjárlagaári.

Hækkunin skýrist af auknum tekjum vegna gistináttaskatts, segir í athugasemdum við frumvarpið. „Áætlað er að á árinu 2016 verði innheimtar tekjur af skattinum 270 m.kr., en það eru 5,4 m.kr. meiri tekjur en í gildandi fjárlögum.

Samkvæmt lögum nr. 75/2011, um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, fær sjóðurinn lögbundið framlag sem nemur 3/5 hlutum tekna af gistináttaskatti.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×