Tollar afnumdir, skattar lækkaðir og bætur hækkaðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2015 14:52 Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Vísir/Getty Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira
Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira