Forstjóri Samherja: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2015 22:37 Húsleit hjá Samherja árið 2012 Vísir/Pjetur „Seðlabankinn hefur misbeitt valdi sínu á fordæmalausan hátt gagnvart Samherja og starfsfólki þess. Ítrekað hefur bankinn orðið uppvís að ósannindum sem staðfest hefur verið af bæði af dómstólum og sérstökum saksóknara,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. í tilefni af yfirlýsingu sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrr í kvöld. Tilkynninguna frá Seðlabankanum má lesa hér en Þorsteinn segir hana vera „enn ein tilraun bankans til að breiða yfir eigin rangfærslur og mistök og afvegaleiða umræðuna.“ Hann segir niðurstöðu sérstaks saksóknara „ótvíræða“ og vísar í úrskurð embættisins.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Nánar tiltekið taldi embættið að það sem fram kom við rannsókn málsins um ætluð brot og atvik þeim tengd benti ekki til að hugsanleg persónuleg refsiábyrgð [mín] eða annarra kærðra einstaklinga á ætluðum brotum í málinu gæti komið til álita. Þegar af þeirri ástæðu lauk embættið meðferð sinni á viðkomandi sakarefnum málsins enda nægði hún til að útiloka að komið gæti til höfðunar sakamáls vegna ætlaðra brota.“ Þetta telur Þorsteinn vera til marks um að niðurstaða embættisins hafi verið skýr. „Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga. Byggði niðurfelling málsins eingöngu á þeirri niðurstöðu embættisins og hefur ekkert að gera með skýrleika laga líkt og bankinn heldur fram. Málatilbúnaður Seðlabankans hefur frá upphafi verið tilhæfulaus. Niðurstaða sérstaks saksóknara staðfestir það einfaldlega,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Erfitt að heimfæra sakarefnin á forsvarsmenn Samherja Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum. 6. september 2015 20:33 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Seðlabankinn hefur misbeitt valdi sínu á fordæmalausan hátt gagnvart Samherja og starfsfólki þess. Ítrekað hefur bankinn orðið uppvís að ósannindum sem staðfest hefur verið af bæði af dómstólum og sérstökum saksóknara,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. í tilefni af yfirlýsingu sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrr í kvöld. Tilkynninguna frá Seðlabankanum má lesa hér en Þorsteinn segir hana vera „enn ein tilraun bankans til að breiða yfir eigin rangfærslur og mistök og afvegaleiða umræðuna.“ Hann segir niðurstöðu sérstaks saksóknara „ótvíræða“ og vísar í úrskurð embættisins.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Nánar tiltekið taldi embættið að það sem fram kom við rannsókn málsins um ætluð brot og atvik þeim tengd benti ekki til að hugsanleg persónuleg refsiábyrgð [mín] eða annarra kærðra einstaklinga á ætluðum brotum í málinu gæti komið til álita. Þegar af þeirri ástæðu lauk embættið meðferð sinni á viðkomandi sakarefnum málsins enda nægði hún til að útiloka að komið gæti til höfðunar sakamáls vegna ætlaðra brota.“ Þetta telur Þorsteinn vera til marks um að niðurstaða embættisins hafi verið skýr. „Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga. Byggði niðurfelling málsins eingöngu á þeirri niðurstöðu embættisins og hefur ekkert að gera með skýrleika laga líkt og bankinn heldur fram. Málatilbúnaður Seðlabankans hefur frá upphafi verið tilhæfulaus. Niðurstaða sérstaks saksóknara staðfestir það einfaldlega,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Erfitt að heimfæra sakarefnin á forsvarsmenn Samherja Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum. 6. september 2015 20:33 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Erfitt að heimfæra sakarefnin á forsvarsmenn Samherja Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum. 6. september 2015 20:33