Ásgeir Sigurvinsson síðastur til að skora í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 13:00 Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðast fyrir Ísland í Hollandi. vísir/getty Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. Þetta verður sjöundi leikur íslenska landsliðsins í Hollandi og allir hinir sex hafa tapast. Markatala íslenska liðsins í Hollandi er ekki glæsileg eða 23 mörk í mínus (2-25). Hollendingarnir hafa nú skorað 9 mörk í röð á móti Íslandi í Hollandi án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðasta mark Íslands á hollenskri grundu en það kom úr vítaspyrnu í 4-1 tapi á De Goffert leikvanginum í Nijmegen 31. ágúst 1977. Ásgeir minnkaði þá muninn í 3-1 á 76. mínútu leiksins. Aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður hefur skorað á móti Hollendingum í landsleik í Hollandi og það var Elmar Geirsson sem skoraði í 8-1 tap á móti Hollandi á De Adelaarshorst leikvanginum í Deventer 29. ágúst 1973. Mark Elmars kom á lokamínútu fyrri hálfleiksins og minnkaði hann þá muninn í 4-1. Ísland lék síðast í Hollandi 11. október 2008 þar sem liðið tapaði 2-0. Joris Mathijsen og Klaas-Jan Huntelaar skoruðu fyrir hollenska liðið. Ólafur Jóhannesson var þarna þjálfari Íslands en í liðinu voru nokkrir leikmenn liðsins í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, Ragnar Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Már Sævarsson voru allir í byrjunarliðinu og Theódór Elmar Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson komu inná sem varamenn. Tölfræði íslenska liðsins í Hollandi er ekki sú glæsilegasta en eitt skref til að laga hana væri að ná góðum úrslitum á Amsterdam Arena í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og fylgst verður með honum hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. Þetta verður sjöundi leikur íslenska landsliðsins í Hollandi og allir hinir sex hafa tapast. Markatala íslenska liðsins í Hollandi er ekki glæsileg eða 23 mörk í mínus (2-25). Hollendingarnir hafa nú skorað 9 mörk í röð á móti Íslandi í Hollandi án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðasta mark Íslands á hollenskri grundu en það kom úr vítaspyrnu í 4-1 tapi á De Goffert leikvanginum í Nijmegen 31. ágúst 1977. Ásgeir minnkaði þá muninn í 3-1 á 76. mínútu leiksins. Aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður hefur skorað á móti Hollendingum í landsleik í Hollandi og það var Elmar Geirsson sem skoraði í 8-1 tap á móti Hollandi á De Adelaarshorst leikvanginum í Deventer 29. ágúst 1973. Mark Elmars kom á lokamínútu fyrri hálfleiksins og minnkaði hann þá muninn í 4-1. Ísland lék síðast í Hollandi 11. október 2008 þar sem liðið tapaði 2-0. Joris Mathijsen og Klaas-Jan Huntelaar skoruðu fyrir hollenska liðið. Ólafur Jóhannesson var þarna þjálfari Íslands en í liðinu voru nokkrir leikmenn liðsins í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, Ragnar Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Már Sævarsson voru allir í byrjunarliðinu og Theódór Elmar Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson komu inná sem varamenn. Tölfræði íslenska liðsins í Hollandi er ekki sú glæsilegasta en eitt skref til að laga hana væri að ná góðum úrslitum á Amsterdam Arena í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og fylgst verður með honum hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira