42 ár síðan að íslenska landsliðið spilaði síðast í Amsterdam Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 12:00 Johann Cruyff var aðalmaðurinn í hollenska fótboltanum á þessum árum. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira