Segir Hollendinga ekkert græða á því að skoða tapleikinn í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2015 12:00 Aron Einar Gunnarsson fagnar öðru marka Gylfa Þórs Sigurðarsonar á móti Hollandi. Vísir/Andri Marinó Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru orðnir spenntir fyrir leiknum á móti Hollandi á Amsterdam Arena annað kvöld en með sigri getur íslenska liðið nánast tryggt sér sæti á EM í Frakklandi 2016. „Það er gífurleg spenna og maður finnur fyrir henni. Það er bara virkilega jákvætt að þetta sé leikur þar sem eitthvað er undir. Þetta verður vonandi virkilega skemmtilegur leikur en erfiður leikur," segir Aron Einar. Holland er í 3. sæti í riðlinum og fimm stigum á eftir Íslandi sem situr í toppsætinu í A-riðlinum. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Hollendingar eru ein sterkasta fótboltaþjóð í heimi og við erum ekkert að fara að ljúga neitt um það. Við erum komnir hingað til að sækja þrjú stig eins og egóið okkar er. Við viljum þrjú stig en hvernig fer verður bara að koma í ljós á fimmtudaginn," segir Aron Einar. Íslenska liðið vann fyrri leikinn 2-0 þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleiknum. „Ég býst ekki við ólíkum leik frá því þegar við unnum þá í Laugardalnum. Við vitum að þeir verða mikið með boltann og við verðum bara að nýta okkar hraða og sækja hratt á þá þegar við getum. Við þurfum að nýta okkur svæðin sem þeir skilja eftir þegar þeir sækja," segir Aron Einar og varnarleikurinn er áfram mikilvægur. „Við þurfum að vera þéttir og færa varnarleikinn saman þétt og vel. Þá komast þeir ekki í gegnum okkur en það þarf að vera sama vinnsla í liðinu og var í Hollandsleiknum hér heima. Þá erum við í góðum málum," segir Aron Einar en verða Hollendingarnir ekki búnir að skoða fyrri leikinn vel og laga það sem klikkaði í Laugardalnum? „Hvað geta þeir skoðað frá því í fyrri leiknum á móti okkur? Þeir voru ekkert lélegir. Við lokuðum bara það vel á þá. Það heppnaðist hundrað prósent hvernig við lögðum upp leikinn. Þeir fóru síðan í einhverja langa bolta til að redda leiknum en það var kannski aðeins ólíkt þeim," segir Aron Einar. „Við vitum að þeir eru á heimavelli og áhorfendurnir hérna ætlast til þess að þeir sigri litla Ísland. Það er bara þannig og það er gífurleg pressa á þeim en engin pressa á okkur í rauninni. Við setjum samt pressu á okkur sjálfa og það er hollt og gott," segir Aron Einar. Íslenska liðið er með ellefu mörk í plús og hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum. Tékkar hafa skorað öll þessi mörk. „Þetta er búið að vera þannig í þessari undankeppni að við erum búnir að vera það sterkir varnarlega. Við höfum fengið fá mörk á okkur og þetta er hvernig þjálfararnir eru búnir að setja þetta upp. Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til. Vonandi gerir það á fimmtudaginn líka," segir Aron Einar. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu sérinnfluttan þorsk frá Íslandi Íslenski hópurinn kvartar ekki yfir matnum hér úti í Hollandi en líkt og í síðustu leikjum þá er íslenskur kokkur hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins. 1. september 2015 15:30 Alfreð lítið orðið var við efnahagsvandamálin í Grikklandi Framherjinn Alfreð Finnbogason þekkir hollenska boltann út og inn. Alfreð varð markakóngur deildarinnar með heerenveen tímabilið 2013-2014 og segir gríðarlega pressu á leikmönnum Hollands. 1. september 2015 19:45 Golf spilað á æfingavelli íslenska landsliðsins Gylfi Þór Sigurðsson hefði getað unnið í sveiflunni á æfingavelli landsliðsins. 1. september 2015 22:15 Gylfi Þór vonast til að skora tvö til þrjú mörk gegn Hollandi og Kasakstan Karlalandslið Íslands mætir því hollenska í Amsterdam eftir slétta tvo sólarhringa. Gylfi Þór Sigurðsson segir pressuna vera á Hollendingum en hann tók markaskóna sína með til Amsterdam. 1. september 2015 20:15 Birkir Már: Ég held að Robben muni ekkert eftir mér Birkir Már Sævarsson hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum í síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og það eru góðar líkur á að svo verði áfram á móti Hollandi á fimmtudaginn. 1. september 2015 16:15 Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar. 1. september 2015 14:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru orðnir spenntir fyrir leiknum á móti Hollandi á Amsterdam Arena annað kvöld en með sigri getur íslenska liðið nánast tryggt sér sæti á EM í Frakklandi 2016. „Það er gífurleg spenna og maður finnur fyrir henni. Það er bara virkilega jákvætt að þetta sé leikur þar sem eitthvað er undir. Þetta verður vonandi virkilega skemmtilegur leikur en erfiður leikur," segir Aron Einar. Holland er í 3. sæti í riðlinum og fimm stigum á eftir Íslandi sem situr í toppsætinu í A-riðlinum. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Hollendingar eru ein sterkasta fótboltaþjóð í heimi og við erum ekkert að fara að ljúga neitt um það. Við erum komnir hingað til að sækja þrjú stig eins og egóið okkar er. Við viljum þrjú stig en hvernig fer verður bara að koma í ljós á fimmtudaginn," segir Aron Einar. Íslenska liðið vann fyrri leikinn 2-0 þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleiknum. „Ég býst ekki við ólíkum leik frá því þegar við unnum þá í Laugardalnum. Við vitum að þeir verða mikið með boltann og við verðum bara að nýta okkar hraða og sækja hratt á þá þegar við getum. Við þurfum að nýta okkur svæðin sem þeir skilja eftir þegar þeir sækja," segir Aron Einar og varnarleikurinn er áfram mikilvægur. „Við þurfum að vera þéttir og færa varnarleikinn saman þétt og vel. Þá komast þeir ekki í gegnum okkur en það þarf að vera sama vinnsla í liðinu og var í Hollandsleiknum hér heima. Þá erum við í góðum málum," segir Aron Einar en verða Hollendingarnir ekki búnir að skoða fyrri leikinn vel og laga það sem klikkaði í Laugardalnum? „Hvað geta þeir skoðað frá því í fyrri leiknum á móti okkur? Þeir voru ekkert lélegir. Við lokuðum bara það vel á þá. Það heppnaðist hundrað prósent hvernig við lögðum upp leikinn. Þeir fóru síðan í einhverja langa bolta til að redda leiknum en það var kannski aðeins ólíkt þeim," segir Aron Einar. „Við vitum að þeir eru á heimavelli og áhorfendurnir hérna ætlast til þess að þeir sigri litla Ísland. Það er bara þannig og það er gífurleg pressa á þeim en engin pressa á okkur í rauninni. Við setjum samt pressu á okkur sjálfa og það er hollt og gott," segir Aron Einar. Íslenska liðið er með ellefu mörk í plús og hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum. Tékkar hafa skorað öll þessi mörk. „Þetta er búið að vera þannig í þessari undankeppni að við erum búnir að vera það sterkir varnarlega. Við höfum fengið fá mörk á okkur og þetta er hvernig þjálfararnir eru búnir að setja þetta upp. Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til. Vonandi gerir það á fimmtudaginn líka," segir Aron Einar.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu sérinnfluttan þorsk frá Íslandi Íslenski hópurinn kvartar ekki yfir matnum hér úti í Hollandi en líkt og í síðustu leikjum þá er íslenskur kokkur hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins. 1. september 2015 15:30 Alfreð lítið orðið var við efnahagsvandamálin í Grikklandi Framherjinn Alfreð Finnbogason þekkir hollenska boltann út og inn. Alfreð varð markakóngur deildarinnar með heerenveen tímabilið 2013-2014 og segir gríðarlega pressu á leikmönnum Hollands. 1. september 2015 19:45 Golf spilað á æfingavelli íslenska landsliðsins Gylfi Þór Sigurðsson hefði getað unnið í sveiflunni á æfingavelli landsliðsins. 1. september 2015 22:15 Gylfi Þór vonast til að skora tvö til þrjú mörk gegn Hollandi og Kasakstan Karlalandslið Íslands mætir því hollenska í Amsterdam eftir slétta tvo sólarhringa. Gylfi Þór Sigurðsson segir pressuna vera á Hollendingum en hann tók markaskóna sína með til Amsterdam. 1. september 2015 20:15 Birkir Már: Ég held að Robben muni ekkert eftir mér Birkir Már Sævarsson hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum í síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og það eru góðar líkur á að svo verði áfram á móti Hollandi á fimmtudaginn. 1. september 2015 16:15 Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar. 1. september 2015 14:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira
Strákarnir fengu sérinnfluttan þorsk frá Íslandi Íslenski hópurinn kvartar ekki yfir matnum hér úti í Hollandi en líkt og í síðustu leikjum þá er íslenskur kokkur hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins. 1. september 2015 15:30
Alfreð lítið orðið var við efnahagsvandamálin í Grikklandi Framherjinn Alfreð Finnbogason þekkir hollenska boltann út og inn. Alfreð varð markakóngur deildarinnar með heerenveen tímabilið 2013-2014 og segir gríðarlega pressu á leikmönnum Hollands. 1. september 2015 19:45
Golf spilað á æfingavelli íslenska landsliðsins Gylfi Þór Sigurðsson hefði getað unnið í sveiflunni á æfingavelli landsliðsins. 1. september 2015 22:15
Gylfi Þór vonast til að skora tvö til þrjú mörk gegn Hollandi og Kasakstan Karlalandslið Íslands mætir því hollenska í Amsterdam eftir slétta tvo sólarhringa. Gylfi Þór Sigurðsson segir pressuna vera á Hollendingum en hann tók markaskóna sína með til Amsterdam. 1. september 2015 20:15
Birkir Már: Ég held að Robben muni ekkert eftir mér Birkir Már Sævarsson hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum í síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og það eru góðar líkur á að svo verði áfram á móti Hollandi á fimmtudaginn. 1. september 2015 16:15
Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar. 1. september 2015 14:00