Birkir Már: Ég held að Robben muni ekkert eftir mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2015 16:15 Birkir Már Sævarsson mætir hér á æfingu í dag. Vísir/ÓskarÓ Birkir Már Sævarsson hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum í síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og það eru góðar líkur á að svo verði áfram á móti Hollandi á fimmtudaginn. „Það verða allir í hópnum að vera klárir því það eru ekki bara ellefu manns sem munu koma okkur á EM. Það verða 20 plús leikmenn sem koma okkur alla leið," segir Birkir Már Sævarsson í viðtali við Vísi. Hollendingar eru bara í þriðja sæti riðilsins eftir fyrstu sex umferðirnar og verða því að fá þrjú stig. „Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að sýna það áður að við getum unnið þessi svokölluðu stóru lið líka. Ef allir leggja sig hundrað prósent fram þá ætti þetta að ganga vel," segir Birkir. Birkir Már kom inn á í hálfleik í fyrri leiknum og var þá settur í vinstri bakvörðinn til höfuðs Arjen Robben. Birkir Már er vanari því að spila hægri bakvörðinn. „Það var óvænt og líka að koma inn í stöðu sem ég er ekki vanur að spila. Það gekk ágætlega. Ég fékk bara mín fyrirmæli og fór vel eftir þeim sem var að stoppa Robben," segir Birkir Már en ætli nýorðinn fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, muni vel efir Birki Má frá fyrri leiknum. „Nei, ætli hann muni nokkuð eftir mér en hann á örugglega ekkert sérstaklega góða minningar frá Laugardalsvelli," segir Birkir í léttum tón. „Það væri stórbrotið að ná í þrjú stig en ég held að við sættum okkur alveg við það ef að það færi þannig að við fengjum eitt stig. Það væri ekkert til að grenja yfir. Við sjáum til hvernig þetta byrjar. Þeir vilja örugglega ná marki snemma og eiga eftir að koma 110 prósent í byrjun leiks til að ná þessu marki snemma," segir Birkir. „Þeir hljóta að vera búnir að fara vel yfir það sem gerðist í fyrri leiknum á móti okkur og vita hvað þeir gerðu vitlaust þar og hvað þeir ætla að gera betur. Það er bara okkar að koma í veg fyrir það," segir Birkir. „Ég held að allur hópurinn þroskist með hverjum leiknum. Allir þessir strákar sem komu upp í síðustu keppni eru orðnir nánast heimsklassa leikmenn margir hverjir. Þetta lítur því vel út hjá okkur," segir Birkir Már sem er klár í slaginn á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöldið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Hollenskir landsliðsmenn og þjálfarar ættu að vera farnir að þekkja nafnið Gylfi Þór Sigurðsson. 1. september 2015 11:30 Allir með á æfingunni í Amsterdam í dag | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir leikinn við Holland í undankeppni EM á fimmtudaginn. 1. september 2015 11:30 Lars: Hreifst af líkamstjáningu strákanna þegar ég horfði aftur á Tékkaleikinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti síns riðils þökk sé sigri liðsins á Tékkum í Laugardalnum í júní síðastliðnum. Framundan er leikur við Holland í Amsterdam á fimmtudagskvöldið. 1. september 2015 06:30 Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Arjen Robben, Memphis Depay, Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Zlatan eru allir á dagskrá hjá Kára Árnasyni á næstu dögum og vikum. 1. september 2015 07:00 Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar. 1. september 2015 14:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
Birkir Már Sævarsson hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum í síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og það eru góðar líkur á að svo verði áfram á móti Hollandi á fimmtudaginn. „Það verða allir í hópnum að vera klárir því það eru ekki bara ellefu manns sem munu koma okkur á EM. Það verða 20 plús leikmenn sem koma okkur alla leið," segir Birkir Már Sævarsson í viðtali við Vísi. Hollendingar eru bara í þriðja sæti riðilsins eftir fyrstu sex umferðirnar og verða því að fá þrjú stig. „Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að sýna það áður að við getum unnið þessi svokölluðu stóru lið líka. Ef allir leggja sig hundrað prósent fram þá ætti þetta að ganga vel," segir Birkir. Birkir Már kom inn á í hálfleik í fyrri leiknum og var þá settur í vinstri bakvörðinn til höfuðs Arjen Robben. Birkir Már er vanari því að spila hægri bakvörðinn. „Það var óvænt og líka að koma inn í stöðu sem ég er ekki vanur að spila. Það gekk ágætlega. Ég fékk bara mín fyrirmæli og fór vel eftir þeim sem var að stoppa Robben," segir Birkir Már en ætli nýorðinn fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, muni vel efir Birki Má frá fyrri leiknum. „Nei, ætli hann muni nokkuð eftir mér en hann á örugglega ekkert sérstaklega góða minningar frá Laugardalsvelli," segir Birkir í léttum tón. „Það væri stórbrotið að ná í þrjú stig en ég held að við sættum okkur alveg við það ef að það færi þannig að við fengjum eitt stig. Það væri ekkert til að grenja yfir. Við sjáum til hvernig þetta byrjar. Þeir vilja örugglega ná marki snemma og eiga eftir að koma 110 prósent í byrjun leiks til að ná þessu marki snemma," segir Birkir. „Þeir hljóta að vera búnir að fara vel yfir það sem gerðist í fyrri leiknum á móti okkur og vita hvað þeir gerðu vitlaust þar og hvað þeir ætla að gera betur. Það er bara okkar að koma í veg fyrir það," segir Birkir. „Ég held að allur hópurinn þroskist með hverjum leiknum. Allir þessir strákar sem komu upp í síðustu keppni eru orðnir nánast heimsklassa leikmenn margir hverjir. Þetta lítur því vel út hjá okkur," segir Birkir Már sem er klár í slaginn á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöldið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Hollenskir landsliðsmenn og þjálfarar ættu að vera farnir að þekkja nafnið Gylfi Þór Sigurðsson. 1. september 2015 11:30 Allir með á æfingunni í Amsterdam í dag | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir leikinn við Holland í undankeppni EM á fimmtudaginn. 1. september 2015 11:30 Lars: Hreifst af líkamstjáningu strákanna þegar ég horfði aftur á Tékkaleikinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti síns riðils þökk sé sigri liðsins á Tékkum í Laugardalnum í júní síðastliðnum. Framundan er leikur við Holland í Amsterdam á fimmtudagskvöldið. 1. september 2015 06:30 Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Arjen Robben, Memphis Depay, Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Zlatan eru allir á dagskrá hjá Kára Árnasyni á næstu dögum og vikum. 1. september 2015 07:00 Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar. 1. september 2015 14:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
Gylfi Þór: Þurfum ekki mörg færi til þess að skora Hollenskir landsliðsmenn og þjálfarar ættu að vera farnir að þekkja nafnið Gylfi Þór Sigurðsson. 1. september 2015 11:30
Allir með á æfingunni í Amsterdam í dag | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir leikinn við Holland í undankeppni EM á fimmtudaginn. 1. september 2015 11:30
Lars: Hreifst af líkamstjáningu strákanna þegar ég horfði aftur á Tékkaleikinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti síns riðils þökk sé sigri liðsins á Tékkum í Laugardalnum í júní síðastliðnum. Framundan er leikur við Holland í Amsterdam á fimmtudagskvöldið. 1. september 2015 06:30
Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Arjen Robben, Memphis Depay, Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Zlatan eru allir á dagskrá hjá Kára Árnasyni á næstu dögum og vikum. 1. september 2015 07:00
Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar. 1. september 2015 14:00