Innlent

Árangur af viðræðum VM og SA

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Guðmundur Ragnarsson er formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson er formaður VM. vísir/anton
Samninganefndir VM og Samtaka atvinnulífsins funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara vegna almenns kjarasamnings og þokuðust viðræður í rétta átt. Einnig var fundað í deilu starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto Alcan en þær voru árangurslausar. Þetta kemur fram á vef VM.

Annar fundur er boðaður á morgun hjá VM og SA en Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir að fyrirhugað sé að láta enn frekar reyna á þær hugmyndir sem ræddar voru í gær. Náist ekki samningar fyrir 6. september hefst vinnustöðvun og 1.800 félagsmenn VM munu leggja niður störf.

„Staðan í deilu starfsmanna álversins hefur tekið á sig hinar undarlegustu myndir. Það virðist vera alveg sama hvað við leggjum fram það virðist ekkert vera til umræðu nema það sem félag starfsmanna og Rio Tinto leggja fram. Satt best að segja átta ég mig ekki á stöðuni. Einn daginn er alvarlegt ástand í álverinu en þann næsta virðist ekkert liggja á,“ segir Guðmundur. Næsti fundur í þeirri deilu hefur verið boðaður á föstudag.


Tengdar fréttir

Rembihnútur kjaraviðræðna herðist

Samninganefnd ríkisins telur úrskurð gerðardóms um kjör félagsfólks BHM og hjúkrunarfræðinga ekki fordæmisgefandi fyrir aðra. Stéttarfélög sem ennþá eru án samnings endurskoða engu að síður samningsmarkmið sín miðað við niðurs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×