Íslenska liðið hefur aðeins verið undir í 34 mínútur í fyrstu sex leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 1. september 2015 06:00 graf/fréttablaðið Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira