Ferðamenn eyddu 650 milljónum í skyndibita í ágúst Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2015 14:03 Hæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Vísir/Pjetur Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira