Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2015 10:31 Ben Carson og Donald Trump í kappræðum Repúblikana. Vísir/AFP Bandarískir fjölmiðlar virðast sammála um að Donald Trump hafi nokkrum sinnum misstigið sig í kappræðum Repúblikana sem voru sýndar á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Frambjóðendurnir Jeb Bush og Carly Fiorina þóttu standa sig með ágætum þar sem þau nýttu sér að Trump var í þeirri óvenjulegu stöðu að vera í vörn mest allt kvöldið.CNN hefur tekið saman nokkur af eftirminnilegustu atvikum gærkvöldsins sem sjá má að neðan.Trump gefur Bush fimmu Aðspurður um hvaða dulnefni frambjóðendur vildu vera kallaðir af leyniþjónustunni svaraði Bush: 'Everready“ og útskýrði það með að segja að það væri orkumikið nafn. Trump hefur í viðtölum gagnrýnt Bush fyrir að vera 'orkulítill“ frambjóðandi og brást úr mikill hlátur í salnum eftir að Bush lét orðin falla. Trump brosti og gaf í kjölfarið Bush 'fimmu“. .@JebBush and @realDonaldTrump share an awkward handshake http://t.co/jcEf6bW9ja #CNNDebate #GOPdebate http://t.co/KItOw0jzqD— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Þessu var þó ekki lokið þar sem skömmu síðar reyndi Trump að gefa frambjóðendanum Ben Carson fimmu eftir að sá síðarnefndi sagðist hafa varað George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, við að heyja annað stríð í Írak. Úr varð undarlegt og vandræðalegt handarband þeirra Carson og Trump. High-five/handshake? Donald Trump & Ben Carson share a tender moment. Watch #CNNDebate now: http://t.co/mgAxgYG7Vn pic.twitter.com/rsKW8cEaeW— CNN (@CNN) September 17, 2015 Andlit Fiorina Þegar fundarstjóri gaf frambjóðendanum Carly Fiorona tækifæri að svara orðum Trump um andlit hennar svaraði hún því til að 'allar konur í Bandaríkjunum hafi greinilega heyrt hvað Trump hafi sagt.“ Í viðtali við tímaritið Rolling Stone hafði Trump sagt um Fiorina: 'Sjáið þetta andlit! Myndi einhver kjósa þetta?“ Í stað þess að svara orðum Fiorina eða biðjast afsökunar sagði Trump: 'Mér finnst hún vera með fallegt andlit og hún er falleg kona.“ .@CarlyFiorina responds to @realDonaldTrump's comment about her face #CNNDebate http://t.co/jcEf6bW9ja #GOPDebate http://t.co/m0eDU5NvhT— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Vatnsflaska Marco Rubio 'Ég veit að Kalifornía á við vatnsskort að stríða. Og þess vegna var ég ákvað ég að koma með mitt eigið vatn,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, og tók fram litla vatnsflösku. Áhorfendum virtist ekki skemmt yfir orðum Rubio, sem líklegast voru ætluð sem brandari. The most awkward moments in the #CNNDebate http://t.co/x6xaADcccP via @JDiamond1 #GOPDebate http://t.co/QR7EUdvRI4— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Beindu myndavélinni út í sal 'Ég vil að þið beinið myndavélinni af mér og út í sal,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. Farið var að ummælum Christie sem bað þá áhorfendur sem þykir líf sitt hafa batnað í valdatíð Obama forseta að lyfta höndum. Enginn gerði það og sagði Christie að það væri einmitt ástæða þess að hann byði sig fram til forseta. Þetta virtist þó engan veginn hafa haft þau áhrif sem Christie hafði vonast eftir, þar sem áhorfendurnir sátu allir hljóðir. Misheppnaður brandari Eftir að Trump hafði sagt að öldungadeildarþingmennirnir þrír sem væru með honum á sviði bæru einhverja ábyrgð á aðgerðarleysi Obama forseta þegar kæmi að uppgangi ISIS, sneri þáttastjórnandinn sér loks að Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni Texas. 'Þú ert þriðji öldungadeildarþingmaðurinn,“ sagði þáttastjórnandinn. Þá svaraði Cruz: 'Ég tel mig vera fyrsta öldungadeildarþingmanninn,“ sagði Cruz, en enginn hló að orðum hans. Sens. @marcorubio, @RandPaul and @tedcruz respond to @realDonaldTrump question on Syria vote http://t.co/jcEf6bW9ja http://t.co/y2u9ey6dTY— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar virðast sammála um að Donald Trump hafi nokkrum sinnum misstigið sig í kappræðum Repúblikana sem voru sýndar á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Frambjóðendurnir Jeb Bush og Carly Fiorina þóttu standa sig með ágætum þar sem þau nýttu sér að Trump var í þeirri óvenjulegu stöðu að vera í vörn mest allt kvöldið.CNN hefur tekið saman nokkur af eftirminnilegustu atvikum gærkvöldsins sem sjá má að neðan.Trump gefur Bush fimmu Aðspurður um hvaða dulnefni frambjóðendur vildu vera kallaðir af leyniþjónustunni svaraði Bush: 'Everready“ og útskýrði það með að segja að það væri orkumikið nafn. Trump hefur í viðtölum gagnrýnt Bush fyrir að vera 'orkulítill“ frambjóðandi og brást úr mikill hlátur í salnum eftir að Bush lét orðin falla. Trump brosti og gaf í kjölfarið Bush 'fimmu“. .@JebBush and @realDonaldTrump share an awkward handshake http://t.co/jcEf6bW9ja #CNNDebate #GOPdebate http://t.co/KItOw0jzqD— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Þessu var þó ekki lokið þar sem skömmu síðar reyndi Trump að gefa frambjóðendanum Ben Carson fimmu eftir að sá síðarnefndi sagðist hafa varað George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, við að heyja annað stríð í Írak. Úr varð undarlegt og vandræðalegt handarband þeirra Carson og Trump. High-five/handshake? Donald Trump & Ben Carson share a tender moment. Watch #CNNDebate now: http://t.co/mgAxgYG7Vn pic.twitter.com/rsKW8cEaeW— CNN (@CNN) September 17, 2015 Andlit Fiorina Þegar fundarstjóri gaf frambjóðendanum Carly Fiorona tækifæri að svara orðum Trump um andlit hennar svaraði hún því til að 'allar konur í Bandaríkjunum hafi greinilega heyrt hvað Trump hafi sagt.“ Í viðtali við tímaritið Rolling Stone hafði Trump sagt um Fiorina: 'Sjáið þetta andlit! Myndi einhver kjósa þetta?“ Í stað þess að svara orðum Fiorina eða biðjast afsökunar sagði Trump: 'Mér finnst hún vera með fallegt andlit og hún er falleg kona.“ .@CarlyFiorina responds to @realDonaldTrump's comment about her face #CNNDebate http://t.co/jcEf6bW9ja #GOPDebate http://t.co/m0eDU5NvhT— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Vatnsflaska Marco Rubio 'Ég veit að Kalifornía á við vatnsskort að stríða. Og þess vegna var ég ákvað ég að koma með mitt eigið vatn,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, og tók fram litla vatnsflösku. Áhorfendum virtist ekki skemmt yfir orðum Rubio, sem líklegast voru ætluð sem brandari. The most awkward moments in the #CNNDebate http://t.co/x6xaADcccP via @JDiamond1 #GOPDebate http://t.co/QR7EUdvRI4— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Beindu myndavélinni út í sal 'Ég vil að þið beinið myndavélinni af mér og út í sal,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. Farið var að ummælum Christie sem bað þá áhorfendur sem þykir líf sitt hafa batnað í valdatíð Obama forseta að lyfta höndum. Enginn gerði það og sagði Christie að það væri einmitt ástæða þess að hann byði sig fram til forseta. Þetta virtist þó engan veginn hafa haft þau áhrif sem Christie hafði vonast eftir, þar sem áhorfendurnir sátu allir hljóðir. Misheppnaður brandari Eftir að Trump hafði sagt að öldungadeildarþingmennirnir þrír sem væru með honum á sviði bæru einhverja ábyrgð á aðgerðarleysi Obama forseta þegar kæmi að uppgangi ISIS, sneri þáttastjórnandinn sér loks að Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni Texas. 'Þú ert þriðji öldungadeildarþingmaðurinn,“ sagði þáttastjórnandinn. Þá svaraði Cruz: 'Ég tel mig vera fyrsta öldungadeildarþingmanninn,“ sagði Cruz, en enginn hló að orðum hans. Sens. @marcorubio, @RandPaul and @tedcruz respond to @realDonaldTrump question on Syria vote http://t.co/jcEf6bW9ja http://t.co/y2u9ey6dTY— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira