Ormar á gulli stjórnarmaðurinn skrifar 16. september 2015 08:00 Fréttir voru sagðar í vikunni af launatölum þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis. Kom fram að sé sett tímagjald á vinnu þeirra, nemi gjaldið réttum sextíu þúsund krónum á klukkustund sé miðað við átta klukkustunda vinnudag. Þóknanir til slitastjórnarinnar námu réttum 118 milljónum króna á fyrsta helmingi þessa árs, og höfðu hækkað um rétt tæpar þrjátíu milljónir sé miðað við sama tímabil fyrir ári. Þetta er ekki fyrsta greinin sem skrifuð er um óhóflega sjálftöku slitastjórnarfólks. Staðreyndirnar eru hins vegar nægjanlega sturlaðar til að réttlæta endurtekningarnar. Skilanefndarfólk hefur gjarnan réttlætt kjör sín með tilvísan til kjara sérfræðinga í viðskiptamiðstöðvum á borð við London og New York. Sá samanburður er hins vegar fráleitur enda ólíku saman að jafna. Slíkar borgir eru heimsborgir, sem búa að árhundraða langri viðskiptahefð og tilheyrandi sérþekkingu. Þangað safnast saman bestu sérfræðingar á sínu sviði á alþjóðavísu. Verðlag og umgjörð er eftir því. Undirmenn þiggja góð laun fyrir sín störf, leiga á skrifstofuhúsnæði á besta stað í stórborg kostar sitt og svo framvegis. Sérfræðingar þurfa líka að fá vel umbunað af þeirri ástæðu einni að verkum þeirra fylgir mikil fjárhagsleg ábyrgð ef allt fer á versta veg. Þessu er hins vegar öðruvísi farið með Steinunni og Pál, með fullri virðingu fyrir þeim. Þau hafa heimilisfesti í ríflega hundrað þúsund manna smáborg og enduðu í sínum störfum af tilviljun einni saman, eða varla telst það sérstök vísbending um hæfni að hafa tekið upp símann þegar leitað var að skiptastjóra haustið 2008. Af fréttum að dæma hafa þau líka krafist þess að verða firrt allri ábyrgð á því sem aflaga kann að hafa farið við skiptin að nauðasamningum loknum. Því er ljóst að stórborgartekjur þrotaparsins er ekki hægt að réttlæta með sérstakri færni þeirra, undirliggjandi kostnaði eða því að þau taki á sig fjárhagslega áhættu eða ábyrgð ef illa fer við skiptin. Þau Steinunn og Páll eru holdgervingar þeirra sem duttu í lukkupottinn á haustdögum 2008 og hafa síðan legið eins og ormar á gulli. Þetta fólk hefur þann hag einan að draga skipti á þrotabúum bankanna á langinn út í hið óendanlega, og gera smámál að stórum úrlausnarefnum. Það kristallast í þeirri staðreynd að skiptum á búi Lehman Brothers lauk í mars 2012. Skiptin á Glitni og öðrum íslenskum bönkum standa enn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Fréttir voru sagðar í vikunni af launatölum þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis. Kom fram að sé sett tímagjald á vinnu þeirra, nemi gjaldið réttum sextíu þúsund krónum á klukkustund sé miðað við átta klukkustunda vinnudag. Þóknanir til slitastjórnarinnar námu réttum 118 milljónum króna á fyrsta helmingi þessa árs, og höfðu hækkað um rétt tæpar þrjátíu milljónir sé miðað við sama tímabil fyrir ári. Þetta er ekki fyrsta greinin sem skrifuð er um óhóflega sjálftöku slitastjórnarfólks. Staðreyndirnar eru hins vegar nægjanlega sturlaðar til að réttlæta endurtekningarnar. Skilanefndarfólk hefur gjarnan réttlætt kjör sín með tilvísan til kjara sérfræðinga í viðskiptamiðstöðvum á borð við London og New York. Sá samanburður er hins vegar fráleitur enda ólíku saman að jafna. Slíkar borgir eru heimsborgir, sem búa að árhundraða langri viðskiptahefð og tilheyrandi sérþekkingu. Þangað safnast saman bestu sérfræðingar á sínu sviði á alþjóðavísu. Verðlag og umgjörð er eftir því. Undirmenn þiggja góð laun fyrir sín störf, leiga á skrifstofuhúsnæði á besta stað í stórborg kostar sitt og svo framvegis. Sérfræðingar þurfa líka að fá vel umbunað af þeirri ástæðu einni að verkum þeirra fylgir mikil fjárhagsleg ábyrgð ef allt fer á versta veg. Þessu er hins vegar öðruvísi farið með Steinunni og Pál, með fullri virðingu fyrir þeim. Þau hafa heimilisfesti í ríflega hundrað þúsund manna smáborg og enduðu í sínum störfum af tilviljun einni saman, eða varla telst það sérstök vísbending um hæfni að hafa tekið upp símann þegar leitað var að skiptastjóra haustið 2008. Af fréttum að dæma hafa þau líka krafist þess að verða firrt allri ábyrgð á því sem aflaga kann að hafa farið við skiptin að nauðasamningum loknum. Því er ljóst að stórborgartekjur þrotaparsins er ekki hægt að réttlæta með sérstakri færni þeirra, undirliggjandi kostnaði eða því að þau taki á sig fjárhagslega áhættu eða ábyrgð ef illa fer við skiptin. Þau Steinunn og Páll eru holdgervingar þeirra sem duttu í lukkupottinn á haustdögum 2008 og hafa síðan legið eins og ormar á gulli. Þetta fólk hefur þann hag einan að draga skipti á þrotabúum bankanna á langinn út í hið óendanlega, og gera smámál að stórum úrlausnarefnum. Það kristallast í þeirri staðreynd að skiptum á búi Lehman Brothers lauk í mars 2012. Skiptin á Glitni og öðrum íslenskum bönkum standa enn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira