Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2015 14:02 Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL við Karphúsið. Samningar aðildarfélaga BRSR voru lausir í apríllok á þessu ári, en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í byrjun júní. Þá höfðu viðræður staðið frá því í mars. Mynd/BSRB Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn. Verkfall 2016 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn.
Verkfall 2016 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira