Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2015 14:02 Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL við Karphúsið. Samningar aðildarfélaga BRSR voru lausir í apríllok á þessu ári, en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í byrjun júní. Þá höfðu viðræður staðið frá því í mars. Mynd/BSRB Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn. Verkfall 2016 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn.
Verkfall 2016 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira