Sport

Dallas Cowboys verðmætasta félag heims

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys.
Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys. Vísir/Getty
Forbes-tímaritið gaf í dag út að ruðningsliðið Dallas Cowboys væri verðmætasta félag í heimi og skaust með því fram úr spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid.

Samkvæmt lista Forbes er Dallas Cowboys virði 2,6 milljarða sterlingspunda, hálfum milljarði meira en Real Madrid sem er í öðru sæti.

Er lið Dallas Cowboys því í efsta sæti þrátt fyrir að hafa ekki komist í Ofurskálina (e. Superbowl) undanfarin tuttugu ár. Hefur heimavöllur liðsins, AT&T stadium, malað gull fyrir liðið en rúmlega 90.000 manns mæta á hvern leik hjá liðinu.

New England Patriots og New York Yankees deila þriðja sæti listans en í fimmta sæti koma erkifjendur Real Madrid í Barcelona.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×