Ein og hálf milljón ferðamanna gæti skilað 400 milljarða gjaldeyristekjum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2015 12:47 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Vísir/Vilhelm Það stefnir í að ferðamenn sem koma hingað til lands fari yfir eina og hálfa milljón á næsta ári. Þetta kemur fram í greiningu ferðasíðunnar Túrista. Þar segir að farþegaspá Icelandair gefi góða vísbendingu um hversu mikið erlendum ferðamönnum muni fjölga og að ef tengslin á milli fjölda farþega hjá Icelandair og fjölda ferðamanna haldist óbreytt megi búast við að ferðamenn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári.Mun skila miklum gjaldeyristekjum Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Hún segir það vera í takt við þá fjölgun sem hefur verið undanfarin ár. Hún segir tækifæri felast í aukningunni.Helga Árnadóttir„Við erum að sjá greinina skila um 303 milljörðum gjaldeyristekna núna á síðasta ári og fer upp í 350 á þessu ári. Við erum að horfa á að ein og hálf milljón ferðamanna geti skilað okkur hátt í og rúmlega 400 milljörðum króna í gjaldeyristekjur, strax á næsta eða þarnæsta ári,“ segir hún. Hafa lengi beðið eftir stjórnvöldum Helga segir þó ljóst að byggja þurfi upp innviði til að hægt sé að taka á móti þessum fjölda. „Góðu fréttirnar eru að við eigum stórt land, við getum dreift ferðamönnum svo miklu betur. Við höfum verið að ná árangri í að dreifa þeim og auka ferðamannafjöldann yfir veturinn þannig við dreifum ferðamönnum yfir allt árið en það er alveg ljóst að við verðum að tryggja sjálfbæra aukningu með aukinni uppbyggingu innviða,“ segir hún.En er það ekki of seint núna þegar fyrirséð er að fjöldi ferðamanna verði orðinn svona mikill strax á næsta ári? „Við erum búin að vera að kalla eftir uppbyggingu alveg þessi ár en því miður hefur gengið illa að sjá að stjórnvöld láti verkin tala. Við viljum trúa því að það gerist eitthvað núna í tengslum við þessa stefnumótun ef að stjórnvöld hafa áhuga á því almennt að byggja upp þess atvinnugrein og nýta þau tækifæri sem í henni felast,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Það stefnir í að ferðamenn sem koma hingað til lands fari yfir eina og hálfa milljón á næsta ári. Þetta kemur fram í greiningu ferðasíðunnar Túrista. Þar segir að farþegaspá Icelandair gefi góða vísbendingu um hversu mikið erlendum ferðamönnum muni fjölga og að ef tengslin á milli fjölda farþega hjá Icelandair og fjölda ferðamanna haldist óbreytt megi búast við að ferðamenn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári.Mun skila miklum gjaldeyristekjum Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Hún segir það vera í takt við þá fjölgun sem hefur verið undanfarin ár. Hún segir tækifæri felast í aukningunni.Helga Árnadóttir„Við erum að sjá greinina skila um 303 milljörðum gjaldeyristekna núna á síðasta ári og fer upp í 350 á þessu ári. Við erum að horfa á að ein og hálf milljón ferðamanna geti skilað okkur hátt í og rúmlega 400 milljörðum króna í gjaldeyristekjur, strax á næsta eða þarnæsta ári,“ segir hún. Hafa lengi beðið eftir stjórnvöldum Helga segir þó ljóst að byggja þurfi upp innviði til að hægt sé að taka á móti þessum fjölda. „Góðu fréttirnar eru að við eigum stórt land, við getum dreift ferðamönnum svo miklu betur. Við höfum verið að ná árangri í að dreifa þeim og auka ferðamannafjöldann yfir veturinn þannig við dreifum ferðamönnum yfir allt árið en það er alveg ljóst að við verðum að tryggja sjálfbæra aukningu með aukinni uppbyggingu innviða,“ segir hún.En er það ekki of seint núna þegar fyrirséð er að fjöldi ferðamanna verði orðinn svona mikill strax á næsta ári? „Við erum búin að vera að kalla eftir uppbyggingu alveg þessi ár en því miður hefur gengið illa að sjá að stjórnvöld láti verkin tala. Við viljum trúa því að það gerist eitthvað núna í tengslum við þessa stefnumótun ef að stjórnvöld hafa áhuga á því almennt að byggja upp þess atvinnugrein og nýta þau tækifæri sem í henni felast,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira