Með sína eigin tískusýningu á London Fashion Week Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. september 2015 08:00 Aníta á framtíðina fyrir sér í tískubransanum en draumurinn er að sýna hönnunina um allan heim. mynd/aðsend Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að. Tíska og hönnun Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að.
Tíska og hönnun Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira