Fjölskylda norska gíslsins segist ekki hafa efni á að greiða lausnargjaldið Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2015 11:26 Hinn 48 ára Ole Johan Grimsgaard-Ofstad. Fjölskylda Norðmannsins Ole Johan Grimsgaard-Ofstad, sem er í haldi ISIS-liða í Sýrlandi, segir að hún geti ekki sjálf safnað saman þeirri peningaupphæð sem ISIS-liðar krefjast til að sleppa honum lausum. Norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ekki verði samið við hryðjuverkamenn. „Við getum einungis beðið gíslatökumennina að sleppa syni okkar og bróður,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.Rænt af ISIS-liðum í janúar Hinn 48 ára Grimsgaard-Ofstad var tekinn til fanga í Sýrlandi í lok janúarmánaðar. Í síðustu Facebook-færslu Norðmannsins frá 24. janúar, kom fram að hann væri í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands á leið suður til Hama. Liðsmenn ISIS fullyrtu í gær að þeir væru með Grimsgaard-Ofstad og Fan Jinghui, fimmtugan kínverskan ríkisborgara, í haldi. Að sögn Verdens Gang krefjast gíslatökumennirnir lausnargjalds upp á fleiri tugi milljóna norskra króna. „Syni okkar og bróður mínum hefur verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá því í janúar. Á þessum erfiða tíma höfum við bæði vonast eftir lausn og óttast hið versta. Við vonust til að uppbyggjandi starf norskra yfirvalda muni skila sér í að honum verði sleppt,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem birt var á heimasíðu norska utanríkisráðuneytisins.Til sölu Í nýjasta hefti áróðurstímaritsins Dabiq er birt mynd af gíslunum tveimur með skilaboðunum „til sölu“. Með myndinni af Grimsgaard-Ofstad fylgist texti sem segir að „ríkisstjórn hans hafi yfirgefið hann og hafi ekki gert alls sem í þeirra vandi stendur til að sleppa honum lausum“. Þá eru birtar upplýsingar um hvernig megi borga lausnargjaldið, auk þess að fram kemur að „tilboðið sé tímabundið“.Semja ekki við hryðjuverkamenn Að sögn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að gíslatökumennirnir hafi sett fjölmörg skilyrði og farið fram á háa lausnarsummu. „Þetta er mál sem ríkisstjórnin tekur mjög alvarlega. Við getum ekki og viljum ekki láta undan þrýstingi frá hryðjuverkamönnum og glæpamönnum. Noregur greiðir ekki lausnargjöld,“ segir Solberg, sem bætir við að hætta sé á að fleiri Norðmönnum verði rænt, verði lausnargjaldið greitt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Norðmaður í haldi ISIS Var tekinn af hryðjuverkahópi í janúar. 10. september 2015 07:24 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Fjölskylda Norðmannsins Ole Johan Grimsgaard-Ofstad, sem er í haldi ISIS-liða í Sýrlandi, segir að hún geti ekki sjálf safnað saman þeirri peningaupphæð sem ISIS-liðar krefjast til að sleppa honum lausum. Norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ekki verði samið við hryðjuverkamenn. „Við getum einungis beðið gíslatökumennina að sleppa syni okkar og bróður,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.Rænt af ISIS-liðum í janúar Hinn 48 ára Grimsgaard-Ofstad var tekinn til fanga í Sýrlandi í lok janúarmánaðar. Í síðustu Facebook-færslu Norðmannsins frá 24. janúar, kom fram að hann væri í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands á leið suður til Hama. Liðsmenn ISIS fullyrtu í gær að þeir væru með Grimsgaard-Ofstad og Fan Jinghui, fimmtugan kínverskan ríkisborgara, í haldi. Að sögn Verdens Gang krefjast gíslatökumennirnir lausnargjalds upp á fleiri tugi milljóna norskra króna. „Syni okkar og bróður mínum hefur verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá því í janúar. Á þessum erfiða tíma höfum við bæði vonast eftir lausn og óttast hið versta. Við vonust til að uppbyggjandi starf norskra yfirvalda muni skila sér í að honum verði sleppt,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem birt var á heimasíðu norska utanríkisráðuneytisins.Til sölu Í nýjasta hefti áróðurstímaritsins Dabiq er birt mynd af gíslunum tveimur með skilaboðunum „til sölu“. Með myndinni af Grimsgaard-Ofstad fylgist texti sem segir að „ríkisstjórn hans hafi yfirgefið hann og hafi ekki gert alls sem í þeirra vandi stendur til að sleppa honum lausum“. Þá eru birtar upplýsingar um hvernig megi borga lausnargjaldið, auk þess að fram kemur að „tilboðið sé tímabundið“.Semja ekki við hryðjuverkamenn Að sögn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að gíslatökumennirnir hafi sett fjölmörg skilyrði og farið fram á háa lausnarsummu. „Þetta er mál sem ríkisstjórnin tekur mjög alvarlega. Við getum ekki og viljum ekki láta undan þrýstingi frá hryðjuverkamönnum og glæpamönnum. Noregur greiðir ekki lausnargjöld,“ segir Solberg, sem bætir við að hætta sé á að fleiri Norðmönnum verði rænt, verði lausnargjaldið greitt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Norðmaður í haldi ISIS Var tekinn af hryðjuverkahópi í janúar. 10. september 2015 07:24 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira