Stöð 2 Sport sýnir einn leik úr NFL í hverri umferð | Deildin hefst í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2015 12:00 Einn af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning. Vísir/Getty Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings
NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira