Íslendingar bryðja milljónir íbúfentaflna á hverju einasta ári. Neyslan og sala bólgueyðandi verkjalyfja hefur aukist umtalsvert á síðustu árum sem og við erum farin að neyta meiri bólgueyðandi lyfja á mann en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Við leituðum upplýsinga um verkjalyfjaneyslu Íslendinga, þá sérstaklega neyslu á bólgueyðandi verkjalyfinu íbúprófeni. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, mikla neyslu Íslendinga á þessu lyfi, sem þó er ekki með öllu hættulaust. En hvað erum við að borða mikið af þessum bólgueyðandi töflum? Samkvæmt tölum frá lyfjastofnun keyptu Íslendingar 3.690.624 dagskammta af bólgueyðandi verkjalyfjum árið 2013. Hver dagskammtur samanstendur af jafngildi tveggja 400 milligramma íbúfen tafla og tveggja 200 milligramma á sólarhring, sem eru tvær þeirra skammtastærða sem fást í lausasölu. Þetta eru því 14.762.496 400 milligramma töflur á ári. Til einföldunar eru það 1.230.208 töflur á mánuði eða 40.445 töflur á dag – alla daga ársins. Á hverjum klukkutíma erum við því að tala um 1.685 íbúfentöflur.Svona mikil neysla á lyfjum getur ekki verið án aukaverkana. Við ræddum við tvo lækna, þá Magnús Karl Magnússon og Einar Stefán Björnsson, og spurðum hvað neysla bólgueyðandi lyfja hefur.Engin lyf án aukaverkana„Aukaverkanir er það gjald sem við þurfum að borga fyrir lyf sem hafa einhverja virkni. Þau hafa alltaf einhverjar aukaverkanir,“ segir Einar Stefán og bætir við að mikilvægt sé að hafa í huga þá hópa sem frekar eru útsettir fyrir aukaverkunum sökum bólgueyðandi lyfja. Það séu til dæmis eldra fólk, yfir 70-75 ára, fólk með takmarkaða nýrnastarfsemi og fólk sem er með blóðþynningu. Magnús Karl bendir á að bólgueyðandi lyf fyrir ákveðna hópa. „Þá erum við til dæmis að ræða gigtarsjúklinga. Þetta eru mikilvæg lyf í þessum sjúklingahópi,” segir hann. „Í þessum hópum þurfum við að fylgajst mjög náið með hvort það koma aukaverkanir. Og þegar menn hafa síðan uppgötvað áhrifin til dæmis á hjartað þá gerir það það að verkum að menn þurfa að vera nokkuð vissir að nota ekki lyfið til langframa nema það sé virkileg þörf á því.“ Vega þurfi og meta þá hættu sem aukaverkunum fylgir á móti þeim ávinningi sem þú færð að lyfinu.Blæðingar frá meltingarvegi „Það sem við sjáum til dæmis á Landspítalnum þegar sjúklingarnir koma hingað er að þeir fá blæðingar frá meltingarvegi og þeir geta fengið nýrnaskaða og nýrnabilun jafnvel,“ segir Einar Stefán. Hann segir að þó svo að langfæstir fái einhvertíman svo alvarlega aukaverkun að það leiði til innlagnar eða einhvers alvarlegs sjúkdóms, þá sé þetta mikilvægur orsakavaldur hjá þeim sjúklingum sem lagðir eru inn á spítalann með magablæðingar. „Ef menn ætla að taka þetta oft á dag og í lengri tíma, við erum að tala um meira en viku, þá þurfa menn að ráðfæra sig við lækni,“ segir hann. Einar Stefán bendir á að fólk noti lyfin eftir þörfum. „Miðað við þann mikla fjölda sem tekur þessi lyf þá eru fæstir, í mesta lagi 5-10 prósent, finna einhverja aukaverkun,“ segir hann.Magnús Karl segir þó fleira að varast og nefnir íþróttafólk sérstaklega í því samhengi. „Þau geta haft áhrif á nýrun þessi lyf og kannski sérstaklega hjá fólki þar sem það er vatnsskortur til viðbótar,“ segir hann. „Þetta þarf maður að hafa í huga hjá fólki eftir mikla áreynslu – eftir maraþonhlaup og þvíumlíkt – það skiptir máli að fólk drekki vel með þessum lyfjum,“ segir hann.Vika er langvarandi neyslaLausasölulyf eru þess eðlist að fólk getur keypt þau án ráðlegginga eða leiðbeininga lækna og geta þannig stjórnað eigin lyfjameðferð. Lyf eru aðeins seld í lausasölu eftir að búið er að taka mið af þekkingu og reynslu af notkun lyfsins, tíðni aukaverkana og áhætta af ofskömmtun, samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun. En er það vandamál að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni og þar með stjórna eigin lyfjagjöf eftir hentugleika? „Með öllum lyfjum sem maður kaupir, hvort sem þau eru gegn ávísun eða lausasölu, þá fylgja með leiðbeiningar með notkunina,“ segir Magnús Karl. „Maður hefur alltaf meiri áhyggjur af því með lausasölulyf og við viljum helst ekki selja lyf í lausasölu nema við séum nokkuð viss um það að þau séu ekki með mikið af aukaverkunum.“ Einar Stefán bendir á að ekki þurfi langan tíma til að aukaverkanir geti átt sér stað.„Í einstaka tilfellum þó menn hafi tekið þetta bara í viku þá geta menn fengið alvarlega aukaverkun, sem eru blæðingar,“ segir hann.Gagnleg lyf en ekki hættulaus „Margir kannski sem [lesa þetta] þeir hafa reynslu af því að taka þessi lyf og þeir hafa ekki fundið neinar aukaverkanir en maður veit aldrei hverjir eru í hættu fyrirfram,“ segir Einar Stefán. „Ég held að menn ættu að fara mjög varlega í það að nota þetta, sérstaklega til langs tíma, á hverjum einasta degi.“ Magnús Karl tekur í svipaða streng. „Þetta eru gagnleg lyf en ef þau eru notuð of mikið þá munum við sjá meira af aukaverkunum. Þá munum líka kannski sjá vitlausa notkun og fólk sem er að taka lyfin án þess kannski að taka þau eftir réttum leiðbeiningum,“ segir hann. „Þannig að við þurfum að vera á varðbergi og leggja áherslu á það að fólk á ekki að nota lyf nema þurfa á því að halda.“ „Þó það séu lausasölulyf að gera það í samráði við lækni, sérstaklega til að fá upplýsingar um það hvenær við eigum helst að vænta aukaverkana,“ segir Magnús Karl.Á líklega eftir að aukast Einar Stefán segir að þróunin gæti haldið áfram og hann telur að við ættum að hafa áhyggjur af henni. Nefnir hann í því samhengi að Alþingi samþykkti á síðasta þingi að heimila auglýsingar á lausasölulyfjum í sjónvarpi. Hann hefur áður varað við að það geti haft í för með sér aukna neyslu lausasölulyfja; þar með talið íbúfens. „Ég held að allt sem við getum gert til þess að minnka áhættu sjúklinga, og þar með að minnka álag á heilbrigðiskerfið séu til góða,“ segir hann. „Ég held að það ætti frekar að gera reglur strangari um að kaupa þessi lyf í lausasölu heldur en að auka frelsi í þeim efnum og leyfa lyfjaauglýsingar, ég held að það sé spor í ranga átt.“ „Máttur auglýsinganna er það mikill að það mun auka sölu.“Í myndbandinu er ranglega sagt að dagskammtur sé jafngildi fjögurra 400 milligramma tafla en hið rétta er að skilgreindur dagskammtur er 1,2 grömm. Alþingi Ísland í dag Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent
Íslendingar bryðja milljónir íbúfentaflna á hverju einasta ári. Neyslan og sala bólgueyðandi verkjalyfja hefur aukist umtalsvert á síðustu árum sem og við erum farin að neyta meiri bólgueyðandi lyfja á mann en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Við leituðum upplýsinga um verkjalyfjaneyslu Íslendinga, þá sérstaklega neyslu á bólgueyðandi verkjalyfinu íbúprófeni. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, mikla neyslu Íslendinga á þessu lyfi, sem þó er ekki með öllu hættulaust. En hvað erum við að borða mikið af þessum bólgueyðandi töflum? Samkvæmt tölum frá lyfjastofnun keyptu Íslendingar 3.690.624 dagskammta af bólgueyðandi verkjalyfjum árið 2013. Hver dagskammtur samanstendur af jafngildi tveggja 400 milligramma íbúfen tafla og tveggja 200 milligramma á sólarhring, sem eru tvær þeirra skammtastærða sem fást í lausasölu. Þetta eru því 14.762.496 400 milligramma töflur á ári. Til einföldunar eru það 1.230.208 töflur á mánuði eða 40.445 töflur á dag – alla daga ársins. Á hverjum klukkutíma erum við því að tala um 1.685 íbúfentöflur.Svona mikil neysla á lyfjum getur ekki verið án aukaverkana. Við ræddum við tvo lækna, þá Magnús Karl Magnússon og Einar Stefán Björnsson, og spurðum hvað neysla bólgueyðandi lyfja hefur.Engin lyf án aukaverkana„Aukaverkanir er það gjald sem við þurfum að borga fyrir lyf sem hafa einhverja virkni. Þau hafa alltaf einhverjar aukaverkanir,“ segir Einar Stefán og bætir við að mikilvægt sé að hafa í huga þá hópa sem frekar eru útsettir fyrir aukaverkunum sökum bólgueyðandi lyfja. Það séu til dæmis eldra fólk, yfir 70-75 ára, fólk með takmarkaða nýrnastarfsemi og fólk sem er með blóðþynningu. Magnús Karl bendir á að bólgueyðandi lyf fyrir ákveðna hópa. „Þá erum við til dæmis að ræða gigtarsjúklinga. Þetta eru mikilvæg lyf í þessum sjúklingahópi,” segir hann. „Í þessum hópum þurfum við að fylgajst mjög náið með hvort það koma aukaverkanir. Og þegar menn hafa síðan uppgötvað áhrifin til dæmis á hjartað þá gerir það það að verkum að menn þurfa að vera nokkuð vissir að nota ekki lyfið til langframa nema það sé virkileg þörf á því.“ Vega þurfi og meta þá hættu sem aukaverkunum fylgir á móti þeim ávinningi sem þú færð að lyfinu.Blæðingar frá meltingarvegi „Það sem við sjáum til dæmis á Landspítalnum þegar sjúklingarnir koma hingað er að þeir fá blæðingar frá meltingarvegi og þeir geta fengið nýrnaskaða og nýrnabilun jafnvel,“ segir Einar Stefán. Hann segir að þó svo að langfæstir fái einhvertíman svo alvarlega aukaverkun að það leiði til innlagnar eða einhvers alvarlegs sjúkdóms, þá sé þetta mikilvægur orsakavaldur hjá þeim sjúklingum sem lagðir eru inn á spítalann með magablæðingar. „Ef menn ætla að taka þetta oft á dag og í lengri tíma, við erum að tala um meira en viku, þá þurfa menn að ráðfæra sig við lækni,“ segir hann. Einar Stefán bendir á að fólk noti lyfin eftir þörfum. „Miðað við þann mikla fjölda sem tekur þessi lyf þá eru fæstir, í mesta lagi 5-10 prósent, finna einhverja aukaverkun,“ segir hann.Magnús Karl segir þó fleira að varast og nefnir íþróttafólk sérstaklega í því samhengi. „Þau geta haft áhrif á nýrun þessi lyf og kannski sérstaklega hjá fólki þar sem það er vatnsskortur til viðbótar,“ segir hann. „Þetta þarf maður að hafa í huga hjá fólki eftir mikla áreynslu – eftir maraþonhlaup og þvíumlíkt – það skiptir máli að fólk drekki vel með þessum lyfjum,“ segir hann.Vika er langvarandi neyslaLausasölulyf eru þess eðlist að fólk getur keypt þau án ráðlegginga eða leiðbeininga lækna og geta þannig stjórnað eigin lyfjameðferð. Lyf eru aðeins seld í lausasölu eftir að búið er að taka mið af þekkingu og reynslu af notkun lyfsins, tíðni aukaverkana og áhætta af ofskömmtun, samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun. En er það vandamál að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni og þar með stjórna eigin lyfjagjöf eftir hentugleika? „Með öllum lyfjum sem maður kaupir, hvort sem þau eru gegn ávísun eða lausasölu, þá fylgja með leiðbeiningar með notkunina,“ segir Magnús Karl. „Maður hefur alltaf meiri áhyggjur af því með lausasölulyf og við viljum helst ekki selja lyf í lausasölu nema við séum nokkuð viss um það að þau séu ekki með mikið af aukaverkunum.“ Einar Stefán bendir á að ekki þurfi langan tíma til að aukaverkanir geti átt sér stað.„Í einstaka tilfellum þó menn hafi tekið þetta bara í viku þá geta menn fengið alvarlega aukaverkun, sem eru blæðingar,“ segir hann.Gagnleg lyf en ekki hættulaus „Margir kannski sem [lesa þetta] þeir hafa reynslu af því að taka þessi lyf og þeir hafa ekki fundið neinar aukaverkanir en maður veit aldrei hverjir eru í hættu fyrirfram,“ segir Einar Stefán. „Ég held að menn ættu að fara mjög varlega í það að nota þetta, sérstaklega til langs tíma, á hverjum einasta degi.“ Magnús Karl tekur í svipaða streng. „Þetta eru gagnleg lyf en ef þau eru notuð of mikið þá munum við sjá meira af aukaverkunum. Þá munum líka kannski sjá vitlausa notkun og fólk sem er að taka lyfin án þess kannski að taka þau eftir réttum leiðbeiningum,“ segir hann. „Þannig að við þurfum að vera á varðbergi og leggja áherslu á það að fólk á ekki að nota lyf nema þurfa á því að halda.“ „Þó það séu lausasölulyf að gera það í samráði við lækni, sérstaklega til að fá upplýsingar um það hvenær við eigum helst að vænta aukaverkana,“ segir Magnús Karl.Á líklega eftir að aukast Einar Stefán segir að þróunin gæti haldið áfram og hann telur að við ættum að hafa áhyggjur af henni. Nefnir hann í því samhengi að Alþingi samþykkti á síðasta þingi að heimila auglýsingar á lausasölulyfjum í sjónvarpi. Hann hefur áður varað við að það geti haft í för með sér aukna neyslu lausasölulyfja; þar með talið íbúfens. „Ég held að allt sem við getum gert til þess að minnka áhættu sjúklinga, og þar með að minnka álag á heilbrigðiskerfið séu til góða,“ segir hann. „Ég held að það ætti frekar að gera reglur strangari um að kaupa þessi lyf í lausasölu heldur en að auka frelsi í þeim efnum og leyfa lyfjaauglýsingar, ég held að það sé spor í ranga átt.“ „Máttur auglýsinganna er það mikill að það mun auka sölu.“Í myndbandinu er ranglega sagt að dagskammtur sé jafngildi fjögurra 400 milligramma tafla en hið rétta er að skilgreindur dagskammtur er 1,2 grömm.