Margir styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja Björgvin Guðmundsson skrifar 10. september 2015 00:00 Viðbrögð við grein minni í Fréttablaðinu um áskorun á Alþingi voru gífurlega mikil. Mjög margir hringdu og lýstu yfir stuðningi við, að Alþingi samþykkti að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax til samræmis við hækkun lágmarkslauna. Menn telja þetta sanngjarna kröfu. Menn álíta það eðlilegt og sjálfsagt, að lífeyrir hækki strax jafnmikið og lægstu laun og, að það verði afturvirkt frá 1. maí sl. Það er óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli hafa ætlað að hafa af lífeyrisþegum hækkun í átta mánuði. Kjör lífeyrisþega eru það slæm, að það má engan tíma missa fyrir lagfæringu þeirra. Lagfæringin verður að gerast strax.Mikill stuðningur við aldraða og öryrkja Það fer ekki á milli mála, að almenningur stendur með öldruðum og öryrkjum og vill að lífeyrir þeirra verði hækkaður strax. En hvernig er með stjórnmálamennina? Vilja þeir styðja lífeyrisþega? Þeir geta svarað því, þegar Alþingi kemur saman nú í september. Þá geta þeir samþykkt í einu hljóði að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja nákvæmlega jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu. Þeir geta skapað réttlæti og bundið endi á það ranglæti, að ákveðnum hópi eldri borgara og öryrkja sé svo naumt skammtaður lífeyrir, að hann dugi ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Þegar Alþingi leiðréttir þetta mun afstaða almennings til Alþingis breytast í einu vetfangi og verða jákvæð. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi að gera en að skapa réttlæti?Stenst Alþingi prófið? Það er kominn tími til að Alþingi breyti um vinnubrögð, hætti að karpa um ómerkilega hluti og snúi sér að alvarlegum málum, sem varða réttlæti fyrir borgarana. Sú kynslóð Íslendinga, sem nú er orðin öldruð, hefur átt stóran þátt í að skapa Ísland dagsins í dag. Þessi kynslóð hefur að verulegu leyti byggt upp Ísland. En samt býr stór hluti þessarar kynslóðar við mjög slæm kjör. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi en að bæta hér úr og laga ríkulega kjör þessarar kynslóðar?40 þúsund eldri borgarar Eldri borgarar (65 ára og eldri) eru 40 þúsund í dag. Öryrkjar eru um 17 þúsund. Aldraðir verða 45 þúsund árið 2020. Þessi stóri hópur aldraðra og öryrkja mun fylgjast grannt með störfum Alþingis, nú þegar það kemur saman á ný. Í augum eldri borgara og öryrkja er Alþingi að gangast undir próf. Allur þessi mikli fjöldi aldraðra og öryrkja spyr: Mun Alþingi standast prófið og leiðrétta kjör lífeyrisþega eða fellur Alþingi á prófinu? Málið er í höndum Alþingis. Valdið er í höndum Alþingis. Vonandi stenst Alþingi prófið.Samfylkingin styður kjarakröfurnar Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist, að Samfylkingin flytji tillögu á Alþingi strax í upphafi þingsins um, að lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund krónur á mánuði eins og lágmarkslaun. Vonandi fylgja hinir flokkarnir á eftir svo málið fái meirihluta í þinginu. Þetta eru virkilegar gleðifréttir og leiða í ljós, að kjarabarátta eldri borgara er að byrja að bera árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við grein minni í Fréttablaðinu um áskorun á Alþingi voru gífurlega mikil. Mjög margir hringdu og lýstu yfir stuðningi við, að Alþingi samþykkti að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax til samræmis við hækkun lágmarkslauna. Menn telja þetta sanngjarna kröfu. Menn álíta það eðlilegt og sjálfsagt, að lífeyrir hækki strax jafnmikið og lægstu laun og, að það verði afturvirkt frá 1. maí sl. Það er óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli hafa ætlað að hafa af lífeyrisþegum hækkun í átta mánuði. Kjör lífeyrisþega eru það slæm, að það má engan tíma missa fyrir lagfæringu þeirra. Lagfæringin verður að gerast strax.Mikill stuðningur við aldraða og öryrkja Það fer ekki á milli mála, að almenningur stendur með öldruðum og öryrkjum og vill að lífeyrir þeirra verði hækkaður strax. En hvernig er með stjórnmálamennina? Vilja þeir styðja lífeyrisþega? Þeir geta svarað því, þegar Alþingi kemur saman nú í september. Þá geta þeir samþykkt í einu hljóði að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja nákvæmlega jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu. Þeir geta skapað réttlæti og bundið endi á það ranglæti, að ákveðnum hópi eldri borgara og öryrkja sé svo naumt skammtaður lífeyrir, að hann dugi ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Þegar Alþingi leiðréttir þetta mun afstaða almennings til Alþingis breytast í einu vetfangi og verða jákvæð. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi að gera en að skapa réttlæti?Stenst Alþingi prófið? Það er kominn tími til að Alþingi breyti um vinnubrögð, hætti að karpa um ómerkilega hluti og snúi sér að alvarlegum málum, sem varða réttlæti fyrir borgarana. Sú kynslóð Íslendinga, sem nú er orðin öldruð, hefur átt stóran þátt í að skapa Ísland dagsins í dag. Þessi kynslóð hefur að verulegu leyti byggt upp Ísland. En samt býr stór hluti þessarar kynslóðar við mjög slæm kjör. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi en að bæta hér úr og laga ríkulega kjör þessarar kynslóðar?40 þúsund eldri borgarar Eldri borgarar (65 ára og eldri) eru 40 þúsund í dag. Öryrkjar eru um 17 þúsund. Aldraðir verða 45 þúsund árið 2020. Þessi stóri hópur aldraðra og öryrkja mun fylgjast grannt með störfum Alþingis, nú þegar það kemur saman á ný. Í augum eldri borgara og öryrkja er Alþingi að gangast undir próf. Allur þessi mikli fjöldi aldraðra og öryrkja spyr: Mun Alþingi standast prófið og leiðrétta kjör lífeyrisþega eða fellur Alþingi á prófinu? Málið er í höndum Alþingis. Valdið er í höndum Alþingis. Vonandi stenst Alþingi prófið.Samfylkingin styður kjarakröfurnar Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist, að Samfylkingin flytji tillögu á Alþingi strax í upphafi þingsins um, að lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund krónur á mánuði eins og lágmarkslaun. Vonandi fylgja hinir flokkarnir á eftir svo málið fái meirihluta í þinginu. Þetta eru virkilegar gleðifréttir og leiða í ljós, að kjarabarátta eldri borgara er að byrja að bera árangur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun