Körfubolti

Kanaskipti í Keflavík | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Earl Brown tekur slaginn með Keflavík í vetur.
Earl Brown tekur slaginn með Keflavík í vetur. mynd/keflavík
Chukwudiebere Maduabum, bandaríski leikmaðurinn sem átti að spila með Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta, kom ekki til landsins eins og til stóð.

Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur, en Keflvíkingar voru klárir með annan mann og eru því ekki í neinum vandræðum.

Í stað Maduabum spilar Bandaríkjamaðurinn Earl Brown með Keflavík í vetur og er hann kominn til landsins.

Hann er fæddur árið 1992 og kemur frá Philadelphia. Brown er 198 cm á hæð, en hann spilaði með St. Francis-háskólanum á síðustu leiktíð.

Brown var aðalmaðurinn hjá St. Francis-háskólanum síðasta vetur, en þar spilaði hann á móti Martin Hermannssyni og Elvari Friðrikssyni í Brooklyn-háskólanum og Gunnari Ólafssyni sem er hjá St. Francis í Brooklyn.

Brown spilaði 35 mínútur að meðaltali í leik og skoraði mest allra eða 15,9 stig í leik. Hann var líka lang frákastahæstur með átta stykki í leik og þá gaf hann 1,9 stoðsendinar að meðaltali í leik.

Hér að neðan má sjá nokkur tilþrif frá kappanum:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×