Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2015 14:14 Maðurinn í Héraðsdómi Reykjaness við fyrirtöku í málinu í sumar. vísir/ernir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Konan er ákærð fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands í apríl síðastliðnum og maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum af henni fyrir utan Hótel Frón, fjórum dögum eftir hún kom til landsins. Konan kom hingað með dóttur sinni en hún er ekki ákærð í málinu og er í Hollandi hjá föður sínum. Aðgerð lögreglu fyrir utan hótelið var tálbeituaðgerð þar sem fíkniefnunum sem konan kom með til landsins hafði verið skipt út fyrir gerviefni. Ákæruvaldið telur að maðurinn hafi ætlað að koma efnunum til ótilgreinds aðila hér á landi og þau hafi verið ætluð til sölu.Hélt að það væru sterar í töskunni Fyrstur til að gefa skýrslu var maðurinn. Hann hefur staðfastlega neitað því að hafa vitað af því að fíkniefni væru í töskunni sem hann tók við og kvaðst fyrir dómi í dag hafa haldið að í henni væru sterar. Lög um ávana-og fíkniefni eiga ekki við um stera heldur lyfjalög. Það er því refsivert að flytja þá ólöglega inn og er algengasta refsingin sekt. Mun þyngri refsing liggur hins vegar við fíkniefnainnflutningi. „Það hvarflaði aldrei að mér að það væru fíkniefni í töskunni. Ég hefði ekki verið þarna ef ég hefði vitað það,“ sagði maðurinn. Aðspurður hvað hann hefði verið að gera fyrir utan Hótel Frón sagðist hann hafa verið sendur af hollenskum manni, sem kallaði sig Bart, til að taka þar á móti tösku. „Ég fékk borgað 160 þúsund krónur fyrirfram fyrir að sækja töskuna og svo lét maðurinn mig hafa síma sem hann notaði til að vera í sambandi við mig. Ég átti síðan að fá meira borgað seinna en hversu mikið var ekki búið að ræða nákvæmlega.“ Við skýrslutökuna kom síðar fram að maðurinn hefði átt að fá samtals 300 þúsund krónur fyrir að sækja töskuna og fara svo með hana á Grand Hótel. Þar átti hann að fá meira borgað. Maðurinn sagðist ekki muna hver fyrirmælin hefðu verið varðandi mæðgurnar; hvort hann hefði átt að fara með þær eitthvert eða ekki.Grand Hótel í Reykjavík.vísir/gvaBúinn að fara ellefu sinnum í meðferð á seinustu 10 árum Maðurinn lýsti því fyrir dómi í dag að hann hefði verið í mikilli neyslu róandi lyfja á þeim tíma sem hann var handtekinn. Hann hefði til að mynda verið mjög þungt lyfjaður í partýinu þar sem hollenski maðurinn bað hann um að fara og sækja töskuna. Það hafi verið um viku áður en hann fór í sendiferðina á hótelið. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, bað hann um að gera grein fyrir stöðu sinni og högum fyrir dómi. „Ég er þriggja barna faðir og á mér mjög langa meðferðarsögu. Ég er búinn að vera að kljást við fíkniefnaneyslu lengi og hef farið í ellefu meðferðarúrræði frá því ég var 16-17 ára. Mánuði áður en ég var handtekinn hafði ég verið viku á geðdeild vegna geðrofs sem lýsti sér meðal annars í viðstöðulausri þráhyggju og ranghugmyndum. Eftir viku á geðdeild fór ég síðan í viku á Vog en ég fór þaðan út af því ég lenti í útistöðum við annan vistmann.“Var mikið lyfjaður þegar hann var handtekinn Verjandinn spurði síðan hvort hann hafi verið á einhverjum lyfjum þegar hann var handtekinn. Maðurinn svaraði því játandi. „Ég var á alls konar lyfjum, meðal annars flogaveikislyfi. Það tekur burt ákveðnar tilfinningar sem ég er að glíma við og mér líður vel á meðan ég er á því. En ég geri hluti sem ég myndi vanalega ekki gera.“ Móðir mannsins kom einnig og gaf skýrslu. Hún var beðin um að skýra frá því hvað hrjáði son hennar. „Hann er búinn að eiga erfitt síðan hann var pínulítill. Ég var 17 ára þegar ég átti hann og faðir hans var í mjög harðri neyslu. Hann var síðan greindur með allt mögulegt sem barn, meðal annars ADHD og þráhyggjuröskun. Hann vill taka sig á en ræður illa við það vegna þessa sem hrjáir hann.“ Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinni Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda um 20 kíló af fíkniefnum neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 27. júlí 2015 11:05 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Konan er ákærð fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands í apríl síðastliðnum og maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum af henni fyrir utan Hótel Frón, fjórum dögum eftir hún kom til landsins. Konan kom hingað með dóttur sinni en hún er ekki ákærð í málinu og er í Hollandi hjá föður sínum. Aðgerð lögreglu fyrir utan hótelið var tálbeituaðgerð þar sem fíkniefnunum sem konan kom með til landsins hafði verið skipt út fyrir gerviefni. Ákæruvaldið telur að maðurinn hafi ætlað að koma efnunum til ótilgreinds aðila hér á landi og þau hafi verið ætluð til sölu.Hélt að það væru sterar í töskunni Fyrstur til að gefa skýrslu var maðurinn. Hann hefur staðfastlega neitað því að hafa vitað af því að fíkniefni væru í töskunni sem hann tók við og kvaðst fyrir dómi í dag hafa haldið að í henni væru sterar. Lög um ávana-og fíkniefni eiga ekki við um stera heldur lyfjalög. Það er því refsivert að flytja þá ólöglega inn og er algengasta refsingin sekt. Mun þyngri refsing liggur hins vegar við fíkniefnainnflutningi. „Það hvarflaði aldrei að mér að það væru fíkniefni í töskunni. Ég hefði ekki verið þarna ef ég hefði vitað það,“ sagði maðurinn. Aðspurður hvað hann hefði verið að gera fyrir utan Hótel Frón sagðist hann hafa verið sendur af hollenskum manni, sem kallaði sig Bart, til að taka þar á móti tösku. „Ég fékk borgað 160 þúsund krónur fyrirfram fyrir að sækja töskuna og svo lét maðurinn mig hafa síma sem hann notaði til að vera í sambandi við mig. Ég átti síðan að fá meira borgað seinna en hversu mikið var ekki búið að ræða nákvæmlega.“ Við skýrslutökuna kom síðar fram að maðurinn hefði átt að fá samtals 300 þúsund krónur fyrir að sækja töskuna og fara svo með hana á Grand Hótel. Þar átti hann að fá meira borgað. Maðurinn sagðist ekki muna hver fyrirmælin hefðu verið varðandi mæðgurnar; hvort hann hefði átt að fara með þær eitthvert eða ekki.Grand Hótel í Reykjavík.vísir/gvaBúinn að fara ellefu sinnum í meðferð á seinustu 10 árum Maðurinn lýsti því fyrir dómi í dag að hann hefði verið í mikilli neyslu róandi lyfja á þeim tíma sem hann var handtekinn. Hann hefði til að mynda verið mjög þungt lyfjaður í partýinu þar sem hollenski maðurinn bað hann um að fara og sækja töskuna. Það hafi verið um viku áður en hann fór í sendiferðina á hótelið. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, bað hann um að gera grein fyrir stöðu sinni og högum fyrir dómi. „Ég er þriggja barna faðir og á mér mjög langa meðferðarsögu. Ég er búinn að vera að kljást við fíkniefnaneyslu lengi og hef farið í ellefu meðferðarúrræði frá því ég var 16-17 ára. Mánuði áður en ég var handtekinn hafði ég verið viku á geðdeild vegna geðrofs sem lýsti sér meðal annars í viðstöðulausri þráhyggju og ranghugmyndum. Eftir viku á geðdeild fór ég síðan í viku á Vog en ég fór þaðan út af því ég lenti í útistöðum við annan vistmann.“Var mikið lyfjaður þegar hann var handtekinn Verjandinn spurði síðan hvort hann hafi verið á einhverjum lyfjum þegar hann var handtekinn. Maðurinn svaraði því játandi. „Ég var á alls konar lyfjum, meðal annars flogaveikislyfi. Það tekur burt ákveðnar tilfinningar sem ég er að glíma við og mér líður vel á meðan ég er á því. En ég geri hluti sem ég myndi vanalega ekki gera.“ Móðir mannsins kom einnig og gaf skýrslu. Hún var beðin um að skýra frá því hvað hrjáði son hennar. „Hann er búinn að eiga erfitt síðan hann var pínulítill. Ég var 17 ára þegar ég átti hann og faðir hans var í mjög harðri neyslu. Hann var síðan greindur með allt mögulegt sem barn, meðal annars ADHD og þráhyggjuröskun. Hann vill taka sig á en ræður illa við það vegna þessa sem hrjáir hann.“
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinni Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda um 20 kíló af fíkniefnum neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 27. júlí 2015 11:05 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinni Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda um 20 kíló af fíkniefnum neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 27. júlí 2015 11:05
Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36