Rússar íhuga loftárásir í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2015 08:04 Vladimir Putin eftir allsherjarþingið.er Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í fyrsta sinn í eitt ár eftir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar ræddu forsetarnir ástandið í Sýrlandi og hvaða skref væri hægt að taka til að stöðva átökin þar. Putin sagði Rússa íhuga að gera loftárásir í Sýrlandi. Putin vill að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði áfram við völd en Obama segir það ómögulegt eftir að uppreisnarhópar hafi barist til að koma honum frá völdum í fjögur ár. Ekki væri mögulegt að snúa aftur eftir allar þessar blóðsúthellingar. Meira en 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni og gífurlegur fjöldi Sýrlendinga hefur þurft að flýja heimili sín. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru litlar líkur á að Obama og Putin muni vinna að sameiginlegri lausn í Sýrlandi, en eftir einkafund þeirra gáfu þeir út óskýrar tilkynningar um nauðsyn þess að finna pólitíska lausn á deilunni í Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, studdi Obama og sagði engan geta ímyndað sér pólitíska lausn þar sem Assad væri enn við völd. Hann kallaði eftir því að önnur ríki í Mið-Austurlöndum, með áhrif í Sýrlandi, beittu sér fyrir stjórnarskiptum þar. Tyrkir eru einnig mótfallnir því að Assad verði áfram við völd. Yfirvöld Íran tóku þó í sama streng og Putin og sögðu Assad þurfa að halda völdum til að berjast gegn öfgahópum eins og Íslamska ríkinu. Rússar hafa aukið við herafla sinn í Sýrlandi undanfarið, þar sem rússneskir hermenn hafa þjálfað sýrlenska í notkun nýrra vopna sem Rússar hafa flutt til landsins. Þar að auki sagði Putin að Rússar íhuguðu nú að gera loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58 Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í fyrsta sinn í eitt ár eftir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar ræddu forsetarnir ástandið í Sýrlandi og hvaða skref væri hægt að taka til að stöðva átökin þar. Putin sagði Rússa íhuga að gera loftárásir í Sýrlandi. Putin vill að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði áfram við völd en Obama segir það ómögulegt eftir að uppreisnarhópar hafi barist til að koma honum frá völdum í fjögur ár. Ekki væri mögulegt að snúa aftur eftir allar þessar blóðsúthellingar. Meira en 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni og gífurlegur fjöldi Sýrlendinga hefur þurft að flýja heimili sín. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru litlar líkur á að Obama og Putin muni vinna að sameiginlegri lausn í Sýrlandi, en eftir einkafund þeirra gáfu þeir út óskýrar tilkynningar um nauðsyn þess að finna pólitíska lausn á deilunni í Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, studdi Obama og sagði engan geta ímyndað sér pólitíska lausn þar sem Assad væri enn við völd. Hann kallaði eftir því að önnur ríki í Mið-Austurlöndum, með áhrif í Sýrlandi, beittu sér fyrir stjórnarskiptum þar. Tyrkir eru einnig mótfallnir því að Assad verði áfram við völd. Yfirvöld Íran tóku þó í sama streng og Putin og sögðu Assad þurfa að halda völdum til að berjast gegn öfgahópum eins og Íslamska ríkinu. Rússar hafa aukið við herafla sinn í Sýrlandi undanfarið, þar sem rússneskir hermenn hafa þjálfað sýrlenska í notkun nýrra vopna sem Rússar hafa flutt til landsins. Þar að auki sagði Putin að Rússar íhuguðu nú að gera loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58 Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58
Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13
Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05
Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00